fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Pressan

Ótrúlegur fundur í farangri ferðamanns – Lögregla, tollvörður, læknir og saksóknari kallaðir á vettvang

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 05:40

Hér sjást beininn á gegnumlýsingarmynd. Mynd:Þýska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryggisverðir á flugvellinum í München í Þýskalandi gerðu ótrúlega uppgötvun á þriðjudaginn þegar þeir gegnumlýstu farangur 74 ára armenskrar konu sem fór um völlinn. Þeir þurftu að kalla til lögreglu, tollvörð, lækni og saksóknara vegna málsins.

Við gegnumlýsinguna sást að í trékassa, sem konan var með, var hauskúpa af manni auk mannabeina. Bild skýrir frá þessu.

Hauskúpan leynir sér ekki á myndinni. Mynd: Þýska lögreglan

Í ljós kom að allt var þetta úr eiginmanni konunnar sem lést í Grikklandi fyrir 12 árum. Hann var jarðsettur í Þessalóníku en konan var að flytja jarðneskar leifar hans frá Grikklandi í gegnum München og Kænugarð í Úkraínu til Armeníu þar sem þær fá sinn hista hvílustað.

Lögreglan var kölluð á vettvang og stöðvaði ferðalag konunnar og 52 ára dóttur þeirra á meðan tollvörður, læknir og saksóknari könnuðu málið betur og rannsökuðu jarðnesku leifarnar. Konan gat framvísað grísku dánarvottorði og því fengu mæðgurnar að lokum að halda för sinni áfram með beinin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nýjasta útspil Trump vekur áhyggjur af lýðræðinu í Bandaríkjunum

Nýjasta útspil Trump vekur áhyggjur af lýðræðinu í Bandaríkjunum
Pressan
Í gær

Verðum við kynslóðin sem setti New York á kaf?

Verðum við kynslóðin sem setti New York á kaf?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Cindy McCain styður Joe Biden – „Við erum Repúblikanar en fyrst og fremst Bandaríkjamenn“

Cindy McCain styður Joe Biden – „Við erum Repúblikanar en fyrst og fremst Bandaríkjamenn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þeir sem smitast af kórónuveirunni og flensunni verða í „alvarlegum vanda“

Þeir sem smitast af kórónuveirunni og flensunni verða í „alvarlegum vanda“