fbpx
Sunnudagur 27.september 2020
Pressan

Grunlaus faðir handtekinn grunaður um að hafa myrt börnin sín – „Fáránlegt og óraunverulegt“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 07:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta sunnudag brann íbúð í Lørenskog í útjaðri Osló. Tvö börn létust í eldsvoðanum og móðir þeirra slasaðist alvarlega. Þegar faðir barnanna kom á vettvang fékk hann mjög slæmar fréttir. Hann fékk að vita að bæði börnin hans hefðu látið lífið og að hann væri grunaður um að hafa kveikt í.

Hann var því handtekinn en látinn laus næsta dag þar sem enginn grunur beindist lengur að honum. Þess í stað fékk móðir barnanna stöðu grunaðs í málinu og er hún grunuð um að hafa banað börnum sínum.

Lögmaður mannsins gagnrýnir lögregluna harðlega fyrir vinnubrögð hennar.

„Hann vissi að hann var saklaus og vissi ekki hvað hafði gerst. Það var því fáránlegt og óraunverulegt fyrir hann þegar hann var handjárnaður og settur inn í lögreglubíl um leið og hann fékk að vita að börnin hans hefðu verið myrt og að hann væri grunaður um verknaðinn.“

Sagði John Christian Elden, lögmaður mannsins, í samtali við Dagbladet.

Þegar slökkviliðsmenn mættu á vettvang á sunnudaginn mætti þeim hræðileg sjón. Í íbúðinni voru tvö líflaus börn og móðir þeirra sem var mikið slösuð. Börnin voru yngri en 10 ára. Slökkviliðsmenn veittu þeim skyndihjálp en gátu ekki bjargað lífi þeirra. Móðirin er hins vegar úr lífshættu. Hún er grunuð um að hafa kveikt í íbúðinni og að hafa orðið börnum sínum að bana.

Sonika Sharma-Sundheim, talsmaður lögreglunnar, sagði í samtali við Romerikes Blad að lögreglan hafi gert mistök í upphafi.

„Það er ekki erfitt fyrir lögregluna að skilja að honum finnist það hafa verið slæm reynsla að hafa verið handtekinn grunaður um að hafa myrt börnin sín. Lögreglan mun að sjálfsögðu bregðast við hugsanlegri ósk um viðræður vegna vinnubragða hennar.“

Móðirin er norsk en faðirinn af erlendu bergi brotinn. Þau bjuggu ekki saman að sögn lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Breskur njósnari að nafni James Bond starfaði í Póllandi á sjöunda áratugnum

Breskur njósnari að nafni James Bond starfaði í Póllandi á sjöunda áratugnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Metfjöldi kórónuveirusmita á einum sólarhring í Bretlandi og Frakklandi

Metfjöldi kórónuveirusmita á einum sólarhring í Bretlandi og Frakklandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Verðum við kynslóðin sem setti New York á kaf?

Verðum við kynslóðin sem setti New York á kaf?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Smita sjálfboðaliða viljandi af kórónuveirunni

Smita sjálfboðaliða viljandi af kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump setur þrjár stórborgir á lista yfir svæði stjórnleysingja

Trump setur þrjár stórborgir á lista yfir svæði stjórnleysingja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sendi kórónuveirusmitað barn í skólann – „Ég átti tíma í klippingu“

Sendi kórónuveirusmitað barn í skólann – „Ég átti tíma í klippingu“