fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Pressan

Óvinsælar og óvelkomnar öryggissveitir Trump eru farnar frá Seattle

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. júlí 2020 08:20

Alríkislögreglumenn úr öryggissveitum Trump að störfum. Mynd:EPA-EFE/DAVID SWANSON

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryggissveitir bandarísku alríkisstjórnarinnar hafa nú yfirgefið Seattle. Óhætt er að segja að sveitirnar hafi verið óvelkomnar og óvinsælar þar í borg eins og annars staðar þar sem þær hafa birst að undanförnu. Sveitirnar héldu á brott eftir að stjórnmálamenn í borginni og yfirvöld kvörtuðu undan þeim og sögðu þær valda meira tjóni en þær gerðu gagn því vera þeirra í borginni hafi aukið á spennuna á milli lögreglunnar og mótmælenda í Black Lives Matter mótmælum.

Jenny Durkan, borgarstjóri, skýrði frá þessu á Twitter í nótt.

Öryggissveitirnar voru sendar til Seattle í síðustu viku til að verja byggingar í eigu alríkisins fyrir hugsanlegum skemmdarverkum í tengslum við mótmæli. Þetta var gert eftir að dómshús í Portland í Oregon skemmdist þegar mótmælendur réðust á það.

Durkan var frá upphafi mótfallin komu öryggissveitanna því borgaryfirvöld höfðu ekki samþykkt að þær kæmu til borgarinnar. Hún taldi einnig að vera öryggissveitanna gæti kynt undir skemmdarverkum á eignum alríkisins í borginni.

Í tísti sínu í nótt sagði hún að ráðuneyti þjóðaröryggis hafi tilkynnt henni að öryggisveitirnar væru farnar frá Seattle.

Sveitirnar hafa verið sendar til nokkurra borga að fyrirmælum Donald Trump, forseta, til að takast á við það sem hann hefur sagt vera vinstrisinnaða hryðjuverkamenn en aðrir segja vera fólk sem mótmælir ofbeldisverkum lögreglunnar og kynþáttahatri. Sveitirnar hafa aðeins verið sendar til borga þar sem Demókratar eru við stjórnvölin en flestir telja að þessar aðgerðir Trump séu einfaldlega liður í kosningabaráttu hans enda bara um þrír mánuðir þar til forsetakosningar fara fram. Hann vilji með þessu sýna að hann sé staðfastur forseti sem leggi mikla áherslu á að halda uppi lögum og reglu. En þetta virðist vera mjög tvíbent aðgerð og virðist ekki hafa styrkt stöðu Trump meðal almennings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fyrir 2 dögum

Norðurá stórfljót yfir að líta eftir sanslausar rigningar

Norðurá stórfljót yfir að líta eftir sanslausar rigningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gleraugu Gandhi á uppboði – Gætu selst á 2,6 milljónir

Gleraugu Gandhi á uppboði – Gætu selst á 2,6 milljónir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg uppgötvun – „Þau fullkomnustu sem ég hef séð á ferlinum“

Ótrúleg uppgötvun – „Þau fullkomnustu sem ég hef séð á ferlinum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Setja tveggja ára gamlar flugvélar í geymslu í eyðimörkinni

Setja tveggja ára gamlar flugvélar í geymslu í eyðimörkinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýir húseigendur ætluðu að koma lúxuseigninni í gott stand – Gerðu óhugnanlega uppgötvun í kjallaranum

Nýir húseigendur ætluðu að koma lúxuseigninni í gott stand – Gerðu óhugnanlega uppgötvun í kjallaranum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna vill fólk ekki að aðrir sjái það stunda kynlíf

Þess vegna vill fólk ekki að aðrir sjái það stunda kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

97.000 börn smituðust af kórónuveirunni á tveimur vikum í Bandaríkjunum

97.000 börn smituðust af kórónuveirunni á tveimur vikum í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðgátan um hótunarbréfið – Telja mikilvægan hlut vanta á það

Ráðgátan um hótunarbréfið – Telja mikilvægan hlut vanta á það