fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Segir KFC á Íslandi vera skrýtnasta staðinn af þeim öllum

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 24. júlí 2020 19:00

Kamlesh Mistry, í gervi Sanders ofursta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kamlesh Mistry hefur verið innlimaður í ofuraðdáenda-frægðarhöll KFC, en hann hefur fengið sér að borða hjá kjúklingakeðjunni frægu í meira en 50 mismunandi borgum og 40 mismunandi löndum. Aðspurður segir hann að furðulegasti KFC-staðurinn hafi verið í Reykjavík. Frá þessu greinir LadBible

„Furðulegasti staðurinn þar sem að ég hef fengið mér KFC var í Reykjavík á Íslandi. Einn vina minna var að vinna á Íslandi. Við vorum í heimsókn hjá honum og fórum á alla ferðamannastaðina. Við enduðum á því að fá okkur drykk í miðborginni og okkur tókst að finna KFC, en ég hélt að svoleiðis væri ekki á Íslandi.“

Þetta sagði Mistry um staðinn á Íslandi, og virðist ekki hafa útskýrt svar sitt mikið betur.

Hann segist fyrst hafa smakkað KFC með móður sinni í Toronto þegar hann var tólf ára, síðan hafi hann hreinlega verið óður í Kenny. Líkt og áður segir er Mistry nú í ofuraðdáenda-frægðarhöll KFC, ekki nó með það þá er hann fyrsti og eini meðlimur hennar. Fyrir það fær hann ársbyrgðir af kjúklingi frá fyrirtækinu.

Þá hefur fjölskylda Mistry tekið mikinn þátt í þessari KFC-dýrkun hans. Til að mynda var hann klæddur upp sem Ofurstinn Sanders (KFC-kalinn) í steggjapartíinu sínu, auk þess sem andlit Mistry hefur verið prentað á boli í stað andlits Sanders.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun