fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Pressan

Hætti 1999 – Fær rúmlega 140 milljónir á ári

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 12. júlí 2020 16:35

Bobby Bonilla. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. júlí ár hvert fær Bobby Bonilla, 57 ára Bandaríkjamaður ættaður frá Púertó Ríkó, tæplega 1,2 milljónir Bandaríkjadala frá hafnaboltaliðinu New York Mets. Þessi greiðsla hefur borist árlega frá 2011 þrátt fyrir að Bonilla hafi ekki spilað einn einasta leik fyrir félagið síðan 1999.

Sumir hafa nefnt þennan dag Bobby Bonilla daginn enda hlýtur Bonilla að gleðjast á þessum degi þegar bankabókin tútnar aðeins meira út. Það er kannski engin furða að samningur hans teljist einn sá besti sem gerður hefur verið.

„Ég hef alltaf verið meðvitaður um að fjárhagur leikmanna verður að vera stöðugur þegar ferill þeirra er á enda. Hvað geta hafnaboltaleikmenn eiginlega í hinum raunverulega heimi? Þetta er eins og að vera kóngur. Þetta er það eina sem þér er kennt.“

Hefur USA Today eftir Dennis Gilbert, sem var umboðsmaður Bonilla og gerði samninginn góða fyrir hans hönd.

„Í tilfelli Bobby vildi ég tryggja fjárhagslegt öryggi hans til æviloka.“

Sagði Gilbert einnig.

Óhætt er að segja að það hafi honum tekist og vel það.

Þegar New York Mets vildi losna við Bonilla 1999 var hann orðinn 36 ára og hafði ekki staðið sig vel á vellinum það árið. Liðið vildi einfaldlega semja um starfslok hans. Bonilla hafði áður leikið með félaginu frá 1992 til 1995 og var þá launahæsti leikmaður deildarinnar. Hann yfirgaf þá liðið áður en samningur hans rann út. Í tengslum við þá brottför var samið um að þau laun sem hann átti inni fengi hann greidd síðar en þetta er aðferð sem mörg bandarísk íþróttafélög notfæra sér til að rjúfa ekki það hámark sem er sett á launagreiðslur þeirra.

1999 var sama staða uppi og aftur var þessi leið farin. Samið var um að Bonilla fengi launin sín síðar eða frá 2011 og næstu 25 árin. Samið var um að átta prósent vextir myndu leggjast ofan á þau. Það verða að teljast ansi góðir vextir í dag en stýrivextir í Bandaríkjunum eru nú 0,25%.

Bonilla mun fá þessa árlegu greiðslu þar hann verður 72 ára. Upphæðin er dágóð en í núverandi leikmannahópi Mets eru aðeins sex leikmenn sem fá hærri laun en hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endaði afklæddur á götunni eftir misheppnað rán – Sjáðu myndbandið

Endaði afklæddur á götunni eftir misheppnað rán – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óvanaleg aðvörun frá dönsku veðurstofunni – „Ekki eitthvað sem við sjáum daglega“

Óvanaleg aðvörun frá dönsku veðurstofunni – „Ekki eitthvað sem við sjáum daglega“