fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Vísindamenn vara við bylgju heilaskaða af völdum kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 11. júlí 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar spænsku veikinnar varð aukning á ákveðinni tegund heilaskaða. Eitthvað svipað gæti gerst í tengslum við COVID-19.  Ný rannsókn sýnir að COVID-19 getur haft í för með sér alvarleg taugavandamál, svo sem bólgur, geðrof og óráð.

Hópur vísindamanna frá University College London (UCL) hefur sent frá sér skýrslu um 43 sjúklinga sem höfðu veikst af COVID-19 og hafa verið með tímabundnar truflanir á heilastarfsemi, fengið heilablæðingar, taugaskaða eða önnur alvarleg áhrif á heilann.

Michael Zandi, einn vísindamannanna sem stóð að rannsókninni, segir að enn sé óvíst hvort faraldur heilaskaða muni fylgja í kjölfarið á COVID-19 en mögulega megi búast við svipuðum faraldri og fylgdi í kjölfar spænsku veikinnar 1918.

COVID-19 er aðallega öndunarfærasjúkdómur sem hefur áhrif á lungun. Taugasérfræðingar og læknar sem sérhæfa sig í heilasjúkdómum segja að fjölgun vísbendinga um áhrif COVID-19 á heilann veki áhyggjur.

Rannsókn UCL birtist í breska tímaritinu Brain. Hún sýnir að níu sjúklingar sem smitast höfðu af kórónuveirunni greindust með sjaldgæfan sjúkdóm, svokallaða bráða heilabólgu (Adem). Vísindamennirnir segja að undir venjulegum kringumstæðum greinist að meðaltali eitt tilfelli af Adem á heilsugæslustöð þeirra í London á einum mánuði.

Á meðan á rannsókninni stóð fjölgaði tilfellunum í eitt á viku og hafa vísindamennirnir áhyggjur af þeirri þróun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei