fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Pressan

Niðurlægingin er algjör

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 07:00

Það gat varla farið verr að hans mati.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þættirnir Tiger King slógu hressilega í gegn hjá Netflix fyrr á árinu enda um óvenjulega og alveg ótrúlega heimildamyndaþætti að ræða. Á köflum líktust atburðarásin og persónurnar frekar einhverju úr lygasögu en raunveruleikanum.

Í þáttunum eru það Joe Exotic og Carole Baskin sem eru aðalpersónurnar. Þau eiga sér sameiginlegt áhugamál sem er stór kattardýr en þau hata einnig hvort annað eins og pestina.

Nú berast þau tíðindi að eitt það versta sem Joe Exotic gat hugsað sér hafi gerst. Dómari hefur veitt Carole Baskin heimild til að taka yfir rekstur The G.W. Exotic Animal Memorial Park í Wynnewood í Oklahoma en dýragarðurinn var lífsverk Joe Exotic. People skýrir frá þessu.

Jeff Lowe hefur stýrt garðinum síðustu ár en honum bregður einnig fyrir í þáttunum. Dómari féllst að sögn á rök Baskin um að Joe Exotic hefði á ólöglegan hátt skráð fyrirtækið, á bak við rekstur dýragarðsins, á nafn móður sinnar í þeirri von að komast þannig undan fjölda lánveitenda.

Carole Baskin.

 

 

 

 

 

 

 

Jeff Lowe hefur nú 120 daga til að hafa sig á brott frá dýragarðinum áður en Baskin og dýragarður hennar, Big Cat Rescue, taka við rekstrinum.

Joe Exotic var í janúar sakfelldur fyrir brot á dýraverndarlögum og að hafa ráðið leigumorðingja til að gera út af við Carole Baskin. Hann greiddi honum 3.000 dollara en leigumorðinginn lét aldrei til skara skríða en eyddi peningunum í skemmtanir.  Margir gruna Carole Baskin um að hafa myrt eiginmann sinn en það hefur aldrei sannast. Allt þetta og meira til er umfjöllunarefnið í Tiger King.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Sparsamir Danir – Eiga tæplega billjón krónur í bönkum landsins

Sparsamir Danir – Eiga tæplega billjón krónur í bönkum landsins
Pressan
Í gær

Nígerísk internetstjarna handtekinn fyrir milljarðasvik

Nígerísk internetstjarna handtekinn fyrir milljarðasvik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Erik segir kvenkyns tölvuleikjaspilurum að kenna að limur hans er „ónýtur“

Erik segir kvenkyns tölvuleikjaspilurum að kenna að limur hans er „ónýtur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa leyst 38 ára gamla morðgátu

Telja sig hafa leyst 38 ára gamla morðgátu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spænskir vísindamenn telja sig hafa fundið kórónuveiruna í skólpi frá mars 2019

Spænskir vísindamenn telja sig hafa fundið kórónuveiruna í skólpi frá mars 2019
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að kórónuveiran hafi borist með Dönum til Íslands

Telja að kórónuveiran hafi borist með Dönum til Íslands