fbpx
Föstudagur 18.september 2020
Pressan

Norskar konur kaupa stærstu titrarana

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. maí 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðað við könnun sem netverslunin Sinful, sem er stærsta netverslunin með kynlífstæki í Skandinavíu, gerði þá kaupa norskar konur stærstu titrarana. Þær virðast því gera meiri kröfur til stærðar en konur í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi.

Fram hefur komið í fréttum að sala á kynlífstækjum hafi aukist eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Það er kannski ekki skrýtið því fólk neyddist til að vera mikið heima og hafði fátt að sýsla.

TV2 hefur eftir Rune Kjelsmark, hjá Sinful, að sala á kynlífstækjum til beggja kynja hafi aukist um 55% á fyrstu fjórum mánuðum ársins miðað við sama tíma á síðasta ári. Í Noregi nam söluaukningin í apríl 90% miðað við apríl á síðasta ári. Norski markaðurinn hefur vaxið mest að hans sögn.

Hvað varðar stærðina þá virðast norskar konur gera mestar kröfur. Kjelsmark sagði að í skandinavísku löndunum sé vinsælast að kaupa 19 sm titrara en norskar konur skeri sig úr því 23,5 sm titrari sé sérstaklega vinsæll hjá þeim. Á fyrsta ársfjórðungi keyptu norskar konur samtals 525 metra af titrurum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Trump fer gegn orðum eigin sérfræðings – „Hann var ringlaður“

Trump fer gegn orðum eigin sérfræðings – „Hann var ringlaður“
Pressan
Í gær

Tæplega tveir þriðju hlutar ungra fullorðinna Bandaríkjamanna vita ekki sannleikann um Helförina

Tæplega tveir þriðju hlutar ungra fullorðinna Bandaríkjamanna vita ekki sannleikann um Helförina
Pressan
Í gær

Kaupmaður setur 18 ára aldurstakmark á eggjakaup – Krefur fólk um skilríki

Kaupmaður setur 18 ára aldurstakmark á eggjakaup – Krefur fólk um skilríki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orðrómur um að Íranar hyggist ráða bandarískan sendiherra af dögum – Trump hótar hefndum

Orðrómur um að Íranar hyggist ráða bandarískan sendiherra af dögum – Trump hótar hefndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morðmál skekur Bretland – Örsmár hluti úr líkinu varð morðingjanum að falli

Hrottalegt morðmál skekur Bretland – Örsmár hluti úr líkinu varð morðingjanum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Undarleg hegðun háhyrninga við strendur Portúgals og Spánar

Undarleg hegðun háhyrninga við strendur Portúgals og Spánar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru mjólkurvörur hollar eða óhollar?

Eru mjólkurvörur hollar eða óhollar?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hlýjasta sumar sögunnar á norðurhveli jarðar

Hlýjasta sumar sögunnar á norðurhveli jarðar