fbpx
Mánudagur 12.janúar 2026
Pressan

Fanginn sem margir studdu sendur í rafmagnsstólinn í nótt

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 21. febrúar 2020 12:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nicholas Sutton, fangi á dauðadeild í Tennessee, var tekinn af lífi í gærkvöldi. Sutton valdi að deyja í rafmagnsstólnum frekar en með banvænni sprautu eins og tíðkast hefur.

Pressan fjallaði um mál Suttons í gær en hann var dæmdur til dauða fyrir morð á samfanga sínum, Carl Estep, dæmdum nauðgara, árið 1986. Þar áður hafði hann verið dæmdur í fangelsi fyrir þrjú morð árið 1979, myrti hann ömmu sína meðal annars.

Sjá einnig: Fangi á dauðadeild fær stuðning úr óvæntri átt 

Meðal þeirra sem skrifuðu undir áskorun þess efnis að dauðadómnum yrði breytt voru aðstandendur Estep og núverandi og fyrrverandi starfsmenn í fangelsinu í Tennessee þar sem Estep afplánaði. Sögðu þeir hann hafa tekið miklum breytingum á þeim rúmu 30 árum sem liðin eru frá því að dauðadómurinn var kveðinn upp.

Þá sagði dóttir Esteps að Sutton hafi gert fjölskyldu hennar greiða þegar hann myrti föður hennar. „Ég get sagt í fullri hreinskilni að ég hef aldrei kynnst fanga sem hefur tekið jafn miklum breytingum og Nick Sutton,“ sagði Tony Eden, fyrrverandi yfirfangavörður í fangelsinu. Benti hann á að Sutton hefði til að mynda bjargað lífi hans þegar fangar gerðu uppreisn í fangelsinu á níunda áratug síðustu aldar.

Uppvaxtarár Suttons voru erfið og einkenndust þau af ofbeldi, vanrækslu og síðar mikilli fíkniefnaneyslu.

Ríkisstjóri Tennessee hafnaði beiðni lögmanna hans um miskunn og var Sutton úrskurðaður látinn klukkan 19:26 í gærkvöldi að staðartíma. Hann þakkaði þeim sem studdu hann áður en hann var tekinn af lífi og sagðist kveðja sáttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leikarinn ákærður fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn barni – Handtökuskipun gefin út

Leikarinn ákærður fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn barni – Handtökuskipun gefin út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún hvarf og fannst síðar myrt í skógi – Lögreglan telur sig hafa fundið morðingjann

Hún hvarf og fannst síðar myrt í skógi – Lögreglan telur sig hafa fundið morðingjann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kalla til hermenn vegna óhugnanlegs hvarfs stúlku

Kalla til hermenn vegna óhugnanlegs hvarfs stúlku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íslandsvinurinn segir frægðina næstum hafa gert sig að fífli

Íslandsvinurinn segir frægðina næstum hafa gert sig að fífli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk