fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Pressan

Málið sem skekur Svíþjóð – Eins og að ganga inn í hryllingsmynd – Hvernig gat þetta gerst?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 05:07

Frá vettvangi í Haninge. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn kom kona í íbúð móður sinnar, sem býr í Haninge í útjaðri Stokkhólms, til að kanna hvort bróðir hennar væri í íbúðinni. Móðir hennar hafði alltaf þvertekið fyrir það en konuna grunaði að bróðir hennar væri í íbúðinni. Hún gerði sér ferð í íbúðina þegar móðir hennar var lögð inn á sjúkrahús. Í íbúðinni fann hún tannlausan bróður sinn sem einnig var með stór sár á fótleggjum. Í samtali við sænska fjölmiðla sagði konan að hún hafi ekki séð hann í 28 ár eða síðan móðir þeirra tók hann úr skóla þegar hann var 12 ára. Grunur leikur á að hann hafi að mestu verið innilokaður í íbúðinni síðan. Svíar spyrja sig nú hvernig þetta gat gerst. Hvernig standi á því að 12 ára drengur hafi bara horfið algjörlega út úr samfélaginu án þess að nokkur tæki eftir því?

Móðirin var handtekin vegna málsins en látin laus í gær þar sem lögreglan telur ekki hættu á að hún geti spillt rannsókninni.

„Þau hleyptu okkur ekki inn í öll þessi ár. Mér brá þegar ég sá íbúðina – ástand hennar. Ég læddist inn í forstofuna og sagði varlega: „Halló, heyrir þú í mér?“ sagði systirin í samtali við SVT. Skömmu síðar fann hún bróður sinn í eldhúsinu. „Ég kveikti ljós í eldhúsinu því ég vildi að hann sæi mig svo hann yrði ekki hræddur. Ég vissi ekki hvort hann myndi þekkja mig eður ei. En hann sá mig um leið og ljósið kviknaði og sagði nafn mitt aftur og aftur.“ Í samtali við Expressen sagði hún að þetta hafi verið eins og að ganga inn í hryllingsmynd.

Maðurinn var strax fluttur á sjúkrahús og er ástand hans sagt alvarlegt. Móðir hans neitar sök í málinu og segist ekki hafa haldið honum innilokuðum síðustu 28 árin.

Málið er mjög sérstakt og hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð enda stærir landið sig af öflugu velferðarkerfi þar sem passað sé upp á alla. Emma Olsson, saksóknari, sagði í samtali við SVT líklega megi telja mál af þessu tagi með fingrum annarrar handar. Það sé mjög sjaldgæft að einhverjum sé haldið innilokuðum í svona mörg ár í íbúð í úthverfi Stokkhólms. „Við verðum nú að kortleggja lífsskilyrði og aðstæður þessa manns og reyna að svara spurningunni um hvernig það er mögulegt að hverfa svona út úr samfélaginu,“ sagði hún.

Venjulegt barn

Systirin sagði að bróðir hennar hafi ekki verið læstur inni og nokkrir nágrannar sögðu í samtali við Expressen að þeir hafi nokkrum sinnum séð hann utan íbúðarinnar, oftast að næturlagi. Systirin sagði að móðir þeirra hafi tekið drenginn úr skóla og eftir það haldið honum frá vinum sínum og ættingjum, þar á meðal tveimur systrum hans og öfum og ömmum. Hún sagði að hann hafi verið ósköp venjulegt barn. „Kannski örlítið feiminn innan um ókunnuga en ekkert óvenjulegt. Við vorum mikið saman sem börn og lékum okkur mikið saman úti í garði,“ sagði hún í samtali við Expressen.

Hún sagði einnig að móðir þeirra hafi ofverndað hann en það hafi verið afleiðing þess að hún missti kornungan son. Seinni sonurinn fékk sama nafn og sá sem lést. Systirin sagði að móðir hennar hafi reglulega sagt börnum sínum að hún hefði „fengið son sinn aftur“.

Hún flutti að heiman á unglingsaldri og hafði ekki átt nein samskipti við bróður sinn eftir það. Strax á barnsaldri reyndi hún að gera félagsmálayfirvöldum viðvart um að fjölskyldan þarfnaðist hjálpar en án árangurs sagði hún í samtali við SVT. „Alveg frá því að við vorum börn vissi fólk þetta. En enginn gerði neitt. Ég sagði frá því í skólanum hvernig við hefðum það heima en enginn trúði mér, aldrei. Ég hef beðið svo lengi eftir þessum degi. Þetta er það besta sem gat gerst. Nú er hann frjáls og getur fengið þá hjálp sem hann þarf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið
Pressan
Í gær

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan kom að 10-15 mönnum sem stóðu og fróuðu sér

Lögreglan kom að 10-15 mönnum sem stóðu og fróuðu sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tvær nýjar myndir um Hringadróttinssögu væntanlegar

Tvær nýjar myndir um Hringadróttinssögu væntanlegar