fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Hollenska lögreglan vill að fólk hætti að leita að barnaníðingum á netinu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollenska lögreglan hvetur almenning til að hætta að leita að barnaníðingum á netinu. Þetta gerist eftir að 73 ára maður var laminn af hópi unglinga í lok október í Arnhem. Hann lést síðar á sjúkrahúsi af völdum áverka sem hann hlaut í árásinni.

BBC segir að maðurinn hafi verið ginntur í gildru eftir að hafa verið inni á spjallsíðu fyrir samkynhneigða. Þar voru unglingarnir í sambandi við hann og sömdu um að hitta hann gegn því að hann fengi að stunda kynlíf með ungmenni.

Lögreglan handtók sjö unglinga í tengslum við málið. Sex þeirra eru yngri en 18 ára. Tveir eru enn í haldi. Samkvæmt fréttum þá ákváðu unglingarnir að „leita að barnaníðingi á netinu“ eftir að hafa lesið um svipuð mál annars staðar í Hollandi.

Jamil Roethof, verjandi eins sakborninganna, segir að hugmyndin hafi fæðst vegna þess hversu unglingunum leiddist á kórónuveirutímum.

Lögreglan segir að hinn látni hafi vitað að drengurinn, sem hann var ginntur til að koma og hitta, væri undir lögaldri. BBC segir að ekkert bendi til að maðurinn hafi nokkru sinni brotið kynferðislega gegn börnum eða unglingum.

Frá því í júlí hafa um 250 mál komið upp í Hollandi sem sjálfútnefndir „barnaníðingsveiðimenn“ tengjast að sögn lögreglunnar. Oscar Dros, lögreglufulltrúi, segir að fleiri geti látist ef þessu linnir ekki og hvetur hann almenning til að láta lögregluna um að sinna þessum málum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug