fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
Pressan

Oxford-bóluefnið virkar á alla aldurshópa

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. október 2020 05:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bóluefni sem vísindamenn við Oxford háskóla og hjá AstraZeneca lyfjafyrirtækinu eru að þróa hefur lengi verið talið ein besta vonin um að virkt bóluefni, gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19, komi á markað. Umfangsmiklar tilraunir standa yfir á bóluefninu og nú liggur fyrir að það vekur ónæmisviðbrögð hjá fullorðnum, bæði yngra og eldra fólki. Þetta vekur vonir um að í augsýn sé leið út úr því ömurlega ástandi sem heimsfaraldurinn hefur valdið.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að bóluefnið valdi einnig litlum aukaverkunum hjá eldra fólki.

Bóluefni, sem virkar gegn veirunni, er talið munu breyta baráttunni gegn henni en hún hefur orðið 1,15 milljónum að bana fram að þessu og rústað efnahag margra landa auk þess sem líf milljarða manna hefur farið úr skorðum.

Haft er eftir talsmanni Astra Zeneca að það sé hvetjandi að sjá að svipuð ónæmisviðbrögð hafi orðið hjá eldri og yngri fullorðnum og að aukaverkanir hafi verið vægar hjá þeim eldri.

Þess er vænst að bóluefnið, sem heitir AZD1222, verði eitt fyrsta bóluefnið sem verður samþykkt til notkunar ásamt bóluefnum frá Pfizer og BioNTech.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta mun bóluefnið gegn kórónuveirunni kosta

Þetta mun bóluefnið gegn kórónuveirunni kosta
Pressan
Í gær

Er Trump í felum? „Eins og uppstökkur smástrákur sem vill ekki leika lengur“

Er Trump í felum? „Eins og uppstökkur smástrákur sem vill ekki leika lengur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Loka stórum hluta Kastrupflugvallar til 2022

Loka stórum hluta Kastrupflugvallar til 2022
Pressan
Fyrir 2 dögum

Salómonseyjar undirbúa að banna Facebook – Segja þetta gert að kröfu Kínverja

Salómonseyjar undirbúa að banna Facebook – Segja þetta gert að kröfu Kínverja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grunar að morðinginn hafi borðað fórnarlambið

Grunar að morðinginn hafi borðað fórnarlambið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dýraverndunarsamtök ósátt við fyrirhugaða krókódílaræktun – Hyggjast vera með 50.000 dýr

Dýraverndunarsamtök ósátt við fyrirhugaða krókódílaræktun – Hyggjast vera með 50.000 dýr
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknar, hermenn og kirkjur koma við sögu í fyrirhuguðum bólusetningum í Evrópu

Læknar, hermenn og kirkjur koma við sögu í fyrirhuguðum bólusetningum í Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Obama tjáir sig um forsetakosningarnar og 72 milljónir atkvæða Trump

Obama tjáir sig um forsetakosningarnar og 72 milljónir atkvæða Trump