fbpx
Föstudagur 23.október 2020
Pressan

Ný rannsókn – Víða hærri dánartíðni í vor en vænta mátti

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. október 2020 17:00

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á nokkrum mánuðum, á meðan fyrst bylgja kórónuveirufaraldursins reið yfir, létust fleiri en vænta mátti í 21 ríki. Samtals var um 206.000 umframdauðsföll að ræða.

Þetta kemur fram í rannsókn sem birt var í vísindaritinu Nature Medicine á miðvikudaginn.

Vísindamenn skoðuðu dánartíðni í 21 ríki frá miðjum febrúar fram til loka maí. Í 11 ríkjum létust mjög fáir umfram það sem vænta mátti eða jafnvel færri en í meðalári. Í heildina létust 206.000 fleiri í ríkjunum 21 á tímabilinu en vænta mátti miðað við meðaltal síðustu ára. Þetta svarar til heildarfjölda dauðsfalla af völdum lungnakrabbameins í þessum ríkjum á einu ári.

Það voru Ítalía, Spánn, England og Wales (sem eru talin saman í rannsókninni) sem komu verst út. Þar var fjöldi dauðsfalla 24%, 22% og 28% meiri en í meðalári. Flest ríkin í rannsókninni eru í Vestur-Evrópu en Ástralía og Nýja-Sjáland voru einnig tekin með.

Vísindamennirnir reiknuðu út hversu mörgum dauðsföllum mætti eiga von á og var útreikningurinn byggður á gögnum sem náðu aftur til 2015. Þeir báru síðan dánartölurnar í heimsfaraldrinum saman við þessar tölur.

Ekki er tekið tillit til þess í rannsóknin hver dánarorsök fólks var.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vinkonurnar hurfu í óbyggðaferðinni – Hver tók dularfullu myndirnar átta dögum síðar?

Vinkonurnar hurfu í óbyggðaferðinni – Hver tók dularfullu myndirnar átta dögum síðar?
Pressan
Í gær

Ástralía, Indland, Bandaríkin og Japan taka þátt í stórri heræfingu á Indlandshafi

Ástralía, Indland, Bandaríkin og Japan taka þátt í stórri heræfingu á Indlandshafi
Fyrir 2 dögum

Ályktun frá stjórn SKOTVÍS vegna fyrirkomulags rjúpnaveiða haustið 2020

Ályktun frá stjórn SKOTVÍS vegna fyrirkomulags rjúpnaveiða haustið 2020
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lyfjafyrirtæki til rannsóknar – Grunað um villandi upplýsingagjöf um sinn þátt í bóluefnaáætlun Bandaríkjanna

Lyfjafyrirtæki til rannsóknar – Grunað um villandi upplýsingagjöf um sinn þátt í bóluefnaáætlun Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lisa verður tekin af lífi fljótlega – Fyrsta konan í 67 ár

Lisa verður tekin af lífi fljótlega – Fyrsta konan í 67 ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur sagði fylgjendum sínum að COVID-19 væri ekki til – Lést af völdum veirunnar

Áhrifavaldur sagði fylgjendum sínum að COVID-19 væri ekki til – Lést af völdum veirunnar