fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
Pressan

Meghan Merkel er ósátt – Segir notendur Instagram vera fíkla

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. október 2020 07:00

Meghan Markle Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meghan Merkel, hertogaynja og eiginkona Harry Bretaprins, er ekki feimin við að segja skoðun sína á ýmsum hlutum og málefnum og þar á meðal eru samfélagsmiðlar. Hún ávarpaði nýlega ráðstefnuna Fortunes Most Powerful Women Next Gen Virtual Summit og þar var einmitt rætt um samfélagsmiðla.

„Það er sjaldan sem maður kallar fólk sem notar eitthvað „fíkla“. Fólk sem er háð fíkniefnum er kallað fíklar og fólk sem sem notar samfélagsmiðla er kallað fíklar,“

sagði hún og bætti við að það væri eitthvað tengt algóritmanum sem geri fólk háð samfélagsmiðlum og það telji hún mjög óhollt fyrir marga.

„Ég hef áhyggjur af öllum þeim sem eru orðnir helteknir af þessu, þegar þetta er orðinn svo stór hluti af daglegu lífi þeirra, því hjá mörgum verður þetta fíkn.“

Sjálf sagðist hún ekki hafa notað samfélagsmiðla lengi.

„Við vorum með Instagramaðgang í gengum stofnunina (bresku konungsfjölskylduna, innsk. blaðamanns) og skrifstofuna okkar í Bretlandi. En við stýrðum þessu ekki, það var heilt teymi. Ég hef tekið ákvörðun um að vera ekki með aðgang svo ég veit ekki hvað er að gerast þarna úti og á margan hátt kemur það sér vel fyrir mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö konur lögsækja Katar eftir að hafa verið neyddar í skoðun hjá kvensjúkdómalækni

Sjö konur lögsækja Katar eftir að hafa verið neyddar í skoðun hjá kvensjúkdómalækni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þeir óbólusettu bera ábyrgð á árás á heilbrigðiskerfið okkar“

„Þeir óbólusettu bera ábyrgð á árás á heilbrigðiskerfið okkar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfullur sjúkdómur herjar en bara á einum stað í heiminum

Dularfullur sjúkdómur herjar en bara á einum stað í heiminum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrottalegt morðmál skekur Svíþjóð – Stjórnmálamaður handtekinn – Grunaður um að hafa sundurhlutað líkið

Hrottalegt morðmál skekur Svíþjóð – Stjórnmálamaður handtekinn – Grunaður um að hafa sundurhlutað líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta var bara æfing hjá lögreglunni – Stóðu skyndilega í miðri morðgátu

Þetta var bara æfing hjá lögreglunni – Stóðu skyndilega í miðri morðgátu
Pressan
Fyrir 4 dögum

11 ára stúlka fór í sund og smitaðist af lekanda

11 ára stúlka fór í sund og smitaðist af lekanda