fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Moria-flóttamannabúðirnar brenna – Öfgahægrimenn og lögreglan meina fólki að flýja eldinn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. september 2020 07:08

Eldar loga í flóttamannabúðunum. Mynd:Manolis LAGOUTARIS / AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríska dagblaðið Lesvos Post skýrði frá því í nótt að eldar loguðu á mörgum stöðum á eyjunni Lesvos (einnig þekkt sem Lesbos), sem er grísk, og að eldur væri kominn upp í Moria-flóttamannabúðunum. Einnig var skýrt frá því að skotum hefði verið hleypt af í búðunum og að þar væru uppþot. Eldar loga enn í flóttamannabúðunum en talið er að um 1.000 manns komist ekki út úr þeim. Öfgahægrimenn og lögreglan á eyjunni meina að sögn fólki að flýja eldinn og hindra slökkvilið í að komast á vettvang.

ERT segir að ekki hafi verið tilkynnt um manntjón enn sem komið er. Um 13.000 manns hafa hafst við í búðunum. Um 12.000 hafa komist út að því er Norska ríkisútvarpið, NRK, segir.

NRK hefur eftir Eline Tveit Holen, hjúkrunarfræðingi, sem starfar í búðunum að fólk, sem enn er í búðunum, segi að það komist ekki út því eldhafið loki það af og að öfgahægrimenn og staðarlögreglan neiti að hleypa þeim út. Einnig hafa borist fregnir um að slökkviliðið hafi ekki fengið að fara inn í búðirnar.

NRK hefur eftir Shirin Tinnesand, sem starfar í búðunum, að mikil ringulreið sé á vettvangi, mikið af lögreglumönnum og stórtjón hafi orðið. Fólk hafi misst allt sitt. Hún fékk tilkynningu um eldana um miðnætti en þá loguðu þeir á fimm stöðum og síðan kviknuðu eldar á fleiri stöðum. Tinnesand sagði að lögreglan hafi aðeins flutt börn og veikburða fólk á brott, margir sitji fastir í búðunum og hafi ekki komist á brott.

Flóttamenn standa álengdar með fátæklegar eigur sínar. Mynd: Manolis LAGOUTARIS / AFP

Óeirðalögregla var send að búðunum nú í morgunsárið og hefur hún tekið sér stöðu við veginn að Mytilene, sem er stærsti bær eyjunnar, til að koma í veg fyrir að flóttamennirnir haldi þangað.

VG hefur eftir Nadine Aabø, sem starfar í búðunum, að fjölskyldur með lítil börn sitji nú á veginum og lögreglan hindri för þeirra niður að sjó og til næstu bæja.

Kórónuveirusmit voru staðfest í búðunum um helgina og var það í fyrsta sinn. Þær voru því settar í sóttkví til 15. september.  Holen sagði að það gæti líklega skýrt viðbrögð lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“