fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Ungir piltar brutust inn til að stela flöskum – Húsráðandinn lá dáinn í húsinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 31. júlí 2020 18:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dyr, sem búið var að brjóta upp, og brotin rúða vöktu grun hjá lögreglunni um að eldri kona hefði verið myrt á heimili sínu á Orø í Danmörku. Konan fannst látin inni í húsinu og hafði greinilega ekki látist nýlega. En lögreglan vildi heldur ekki útiloka að sá eða þeir sem brutust inn hjá konunni hefðu orðið henni að bana. Umfangsmikil rannsókn hófst því þegar lík konunnar fannst þann 25. júlí síðastliðinn.

Niðurstöður krufningar lágu fyrir í gær og sýna að konan lést af eðlilegum orsökum í kjölfar bráðasjúkdóms. Réttarmeinafræðingar telja að margar vikur séu síðan hún lést.

Það var nágranni konunnar sem hafði samband við lögregluna því hann undraðist að bíll hennar hafði ekki verið hreyfður í langan tíma.

Grunur lögreglunnar beindist fljótlega að tveimur piltum, 14 og 16 ára, og að þeir hefðu brotist inn í húsið. Þeir viðurkenndu það þegar lögreglan ræddi við þá. Sögðust hafa brotist inn til að stela tómum flöskum sem þeir gætu selt fyrir skilagjaldið. Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við Ekstra Bladet að piltarnir hafi líklegast haft á tilfinningunni að eitthvað væri óeðlilegt í húsinu en hafi ekki áttað sig almennilega á því. Þeir sáu líkið ekki en var nokkuð brugðið við tíðindin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug