fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Þrjár mikilvægar spurningar um kórónuveiruna sem er enn ósvarað

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. júlí 2020 05:45

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er rúmlega hálft ár síðan fréttir fóru að berast af dularfullum lungnasjúkdómi í Wuhan í Kína. Úr þessu varð heimsfaraldur kórónuveiru sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Á annan tug milljóna manna hefur greinst með veiruna og dánartalan á heimsvísu nálgast óðfluga eina milljón. Efnahagslíf heimsins er illa farið vegna faraldursins og daglegt líf margra er úr skorðum.

Vísindamenn um allan heim vinna dag og nótt við rannsóknir á ýmsu er tengist veirunni en enn á eftir að svara mörgum spurningum. Meðal þeirra stærstu og mikilvægustu eru eftirfarandi þrjár spurningar.

Af hverju eru sjúkdómseinkennin svo mismunandi á milli fólks?

Margir þeirra sem fá COVID-19 finna ekki fyrir neinum einkennum eða sáralitlum. Aðrir veikjast hins vegar mjög alvarlega og fá lífshættulega lungnabólgu. Þetta á einnig við um fólk sem ekki tilheyrir áhættuhópum. Nature skýrir frá þessu.

Vísindamenn vita ekki enn hvað veldur þessu en talið er að skýringa sé að leita í erfðaefni okkar.

Hversu lengi eru við ónæm?

Sérfræðingar eru að vonum mjög uppteknir af því að reyna að komast að því hversu lengi ónæmi gegn veirunni er virkt í líkamanum þegar hann hefur myndað ónæmi. Stór hluti þeirra rannsókna sem standa yfir snýst um að finna út hvernig mótefni bindast prótínum í líkamanum og koma þannig í veg fyrir smit. Vitað er að magn mótefna er mikið á fyrstu vikum eftir smit en síðan minnkar magnið, allt eftir því hversu veikt fólk hefur verið af völdum veirunnar.

Hefur veiran stökkbreyst?

Veiran stökkbreytist stöðugt. Það gerist í hvert sinn sem hún berst í nýja manneskju. En að sögn Nature er stóra spurningin hvort hún stökkbreytist þannig að hún verði hættulegri en hún er í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu