fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Telja hugsanlegt að kvef veiti vörn gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 07:00

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mótefni, sem líkaminn myndar þegar fólk smitast af venjulegu kvefi, getur valdið því að fólk hefur meiri mótstöðu gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Þetta telja norskir vísindamenn sem hafa rannsakað mörg þúsund manns. Venjulegt kvefsmit er einnig af völdum kórónuveiru sem er þó ekki eins illskeytt og hættuleg og sú sem nú herjar á heimsbyggðina.

Þegar kórónuveirufaraldurinn braust út í Noregi var strax hafist handa við að rannsaka hvort fólk væri með mótefni. Búið er að taka sýni úr 3.000 manns í Osló til rannsóknar.

Miðað við niðurstöður rannsóknarinnar þá er aðeins um eitt prósent landsmanna sem er með mótefni í blóðinu. Þetta hefur komið vísindamönnum á óvart og hefur Norska ríkisútvarpið eftir Fridtjof Lund-Johansen, lækni við háskólasjúkrahúsið í Osló, að þetta geti bent til flestir sem smitast af veirunni veikist en smitið sé ekki eins útbreitt og talið hefur verið.

Til að geta borið útbreiðsluna saman við eitthvað eru vísindamennirnir einnig að rannsaka aðra kórónuveiru sem veldur venjulegu kvefi. Í þeirri rannsókn er niðurstaðan önnur, næstum allir eru með mótefni gegn kvefi. Þetta segir Lund-Johansen vera mjög spennandi.

„Við vitum að þetta er kórónuveira og að það er einnig kórónuveira sem veldur venjulegu kvefi. Það getur verið að þeir sem hafa verið kvefaðir hafi ákveðið ónæmi gegn nýju veirunni.“

Margar rannsóknar hafa farið fram og standa yfir um allan heim á nýju veirunni. Margir vísindamenn hafa einmitt komist að sömu niðurstöðum og  þeir norsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?