fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Ákærðir fyrir smygl á 9 tonnum af kókaíni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. maí 2020 18:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saksóknarar í Kaupmannahöfn hafa ákært 15 manns í máli sem er væntanlega eitt stærsta fíkniefnamál Danmerkur frá upphafi. Ákært er fyrir smygl á 9 tonnum af kókaíni frá Hollandi, Belgíu og Þýskalandi frá 2012 fram á sumarið 2019. Nokkrir eru einnig ákærðir fyrir brot á vopnalöggjöfinni.

Annika Jensen, saksóknari, sagði í samtali við Ekstra Bladet að lögreglan telji að hópurinn, sem var vel skipulagður og starfaði fagmannlega, hafi smyglað 50 kílóum af kókaíni til landsins í hverjum mánuði frá 2012.

Samkvæmt ákærunni smyglaði hópurinn 4,5 tonnum af kókaíni til landsins en þar sem það var svo sterkt var hægt að drýgja það og tvöfalda magnið áður en það var selt. Af þeim sökum er ákært fyrir smygl á 9 tonnum.

Auk smygls og vopnalagabrota eru sumir ákærðir fyrir peningaþvætti og hylmingu.

Fólkið er allt frá Albaníu og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan síðasta sumar. Málið var unnið í samvinnu við lögreglulið víða um Evrópu. Hald hefur verið lagt á fasteignir og bíla í Albínu að verðmæti sem nemur um 400 milljónum íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?