fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Dani grunaður um hrottalegt morð með sög – Handtekinn eftir 27 ár á flótta

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 07:01

Rasmus Kirkegaard Kristiansen. Skjáskot YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júlí 1993 hvarf Rasmus Kirkegaard Kristiansen, sem þá var 25 ára, nánast af yfirborði jarðar. Að minnsta kosti fannst hvorki tangur né tetur af honum þrátt fyrir mikla leit lögreglunnar. Hann var þá grunaður um að hafa myrt Erik Højer Christensen, 37 ára, með sög og að hafa hlutað lík hans í sundur.

En hinn langi armur laganna gefst sjaldan upp og nú hefur Kristiansen verið handtekinn. Það var lögreglan í Brasilíu sem handtók hann nýlega. Danska lögreglan á nú í viðræðum við brasilísk yfirvöld um framsal Kristiansen. BT skýrir frá þessu.

Christiensen bjó í Englandi en hann hafði flúið frá Danmörku vegna skattaskuldar. Hann fór með Kristiansen til Frakklands og áfram til Portúgals en þangað komu þeir í byrjun júlí 1993. Erindi þeirra var að kaupa notaða lúxusbíla í Þýskalandi og selja í sunnanverðri Evrópu. En ekkert varð úr bílasölunni. Christensen var myrtur skömmu eftir komuna til norðurhluta Portúgals. Vitni, kona, sagðist hafa sé Kristiansen losa sig við blóðuga sög og gúmmíhanska á ruslastöð um 12 km frá þeim stað þar sem hluti af líki Christensen fannst. Það fannst við fjalllendi í skógi 30 km austan við borgina Porto. Líkið hafði verið sagað í búta en aðeins neðri hluti þess fannst, efri hlutinn hefur aldrei fundist. Hjá líkinu var blóðug og tóm ferðataska hans.

Lögreglan lýsti strax eftir Kristiansen, innanlands sem og á vettvangi Interpol,  en hann fannst ekki. Þó var vitað að hann væri á lífi því fyrst eftir morðið sendi hann „fréttabréf“ til „viðskiptavina“ sinna þar sem hann reyndi að útskýra hvað kom fyrir Christiansen.

Meðal annars sagði hann að Christiansen hafi tengst mafíunni og að hún hafi myrt hann vegna ásælni hans í barnaklám. Hann bendlaði morðið einnig við skattsvik og skattaundanskot. Bréfin voru send með faxi frá pósthúsum á Bermúda og Portúgal.

Í september 1993 birtist Kristiansen skyndilega í fréttatíma Danska ríkissjónvarpsins. Tveimur tímum fyrir útsendingu kom leigubílstjóri í höfuðstöðvar sjónvarpsins og afhenti myndband þar sem Kristiansen ræddi um morðið á Christiansen. Leigubílstjórinn hafði verið stöðvaður af óþekktum manni sem bað hann um að aka með myndbandið í höfuðstöðvar ríkissjónvarpsins.

Eftir þetta fréttist ekkert af Kristiansen fyrr en í síðustu viku þegar lögreglan skýrði frá handtöku hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Pressan
Í gær

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Í gær

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson