fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Hún er vændiskona í Nevada en líka lögfræðingur, eiginkona og móðir

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 9. september 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að Katherine Sears, þrítug kona sem er búsett í Iowa í Bandaríkjunum, hafi valið sér býsna óvenjulegan starfsvettvang. Katherine, sem er gift og móðir ungs drengs, er með lögfræðipróf og starfar hún að hluta til við að verja einstaklinga sem komist hafa í kast við lögin.

En aðalstarf Katherine undanfarin misseri hefur verið á vændishúsi í Nevada í Bandaríkjunum. Þar vinnur hún þrjár vikur í mánuði sem vændiskona en eina viku í mánuði kemur hún heim til Iowa þar sem hún sinnir lögmannsstörfunum.

Katherine hefur lengi talað fyrir því að vændi verði gert löglegt í Bandaríkjunum og féllst hún að segja bandarískum fjölmiðlum sögu sína til að leggja áherslu á þá baráttu sína. „Ég held að þeim mun meira sem við tölum um þetta, þeim muni meiri séu líkurnar á afglæpavæðingu,“ segir hún við KCCI-sjónvarpsstöðina.

Katherine kynntist eiginmanni sínum, John Sears, þegar þau stunduðu nám í lögfræði en samhliða náminu stundaði Katherine einnig vændi. Fyrir þremur árum, þegar Katherine var 27 ára, fékk hún vinnu á umræddu vændishúsi í Nevada en vændi er einmitt löglegt í Nevada. Aðspurður segir John, eiginmaður Katherine, að honum sé alveg sama þó konan hans vinni sem vændiskona.

Svo virðist sem Katherine hafi það ágætt fjárhagslega. Í viðtalinu segist hún mest hafa fengið, á einu þriggja vikna tímabili, 55 þúsund dali, eða tæpar sjö milljónir króna á núverandi gengi. Þá daga þegar mikið er að gera afgreiðir hún tíu til fimmtán kúnna.

Katherine tók sér leyfi frá störfum þegar hún eignaðist son sinn, en hann er aðeins fjögurra mánaða. Þá hefur hún minnkað við sig vinnu á vændishúsinu meðan hún undirbýr opnun lögfræðiskrifstofu ásamt eiginmanni sínum. En Katherine vill tala á opinskáan hátt um starfið og segir hún að vændi sé ekkert til að skammast sín fyrir.

Katherine segir að ekki séu allir sammála henni um ágæti þess að starfa við vændi og bætir hún við að allir eigi rétt á sinni skoðun. Þeir sem berjast gegn lögleiðingu vændis segja meðal annars að það ýti frekar undir ofbeldi gegn konum að senda þau skilaboð að konur séu söluvarningur. Þá hafa Stígamót bent á að hæsta tíðni nauðgana í Bandaríkjunum sé einmitt í Nevada þar sem vændi er löglegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina