fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Pressan

Leystu 47 ára gamla morðgátu – „Þetta vakti upp margar erfiðar minningar“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. september 2019 19:30

Terri Lynn Hollis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 22. nóvember 1972, daginn fyrir þakkargjörðarhátíðina, hjólaði hin 11 ára gamla Terri Lynn Hollis um í Torrance-hverfinu í Los Angeles en þar átti hún heima. Daginn eftir fannst lík hennar á strönd í Oxbard, um 125 km frá heimili hennar. Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að Terri hafði verið nauðgað og kyrkt.

Lögreglan komst ekkert áfram við rannsókn málsins og fjölskylda hennar fékk því engin svör við hver tók Terri frá henni. Los Angeles Times skýrir frá þessu. Haft er eftir bróður hennar, Randy Hollis, sem var 16 ára þegar Terri var myrt, að fjölskyldan hafi minnst hennar á hverri einustu þakkargjörðarhátíð síðan hún var myrt.

Foreldrar þeirra eru látin sem og tvö önnur systkin en Randy er á lífi og systir hans Tammy Hollis. Þau höfðu fyrir löngu gefið upp alla von um að lögreglunni tækist að komast að hver myrti Terri. En lögreglan í Bandaríkjunum gefst ekki svo auðveldlega upp og tekur mál til rannsóknar á nýjan leik ef nýjar vísbendingar koma fram eða ef tækninni fleygir svo fram að það veki vonir um að hægt sé að upplýsa gömu mál.

Tveir lögreglumenn í innkeyrslunni

Fyrir nokkrum vikum síðan biðu tveir lögreglumenn í innkeyrslunni við heimili Randy þegar hann kom heim. Þeir voru komnir til að segja honum að þeim hefði tekist að finna mann sem væri grunaður um að hafa myrt Terri.

„Þetta kom mér mjög á óvart eftir allan þennan tíma. Þetta vakti upp margar erfiðar minningar.“

Sagði Randy í samtali við Los Angeles Times.

Á miðvikudag í síðustu viku mættu Randy og Tammy á lögreglustöðina í Torrance og fylgdust með þegar lögreglan skýrði í smáatriðum frá niðurstöðu rannsóknarinnar. DNA, sem fannst á líki Terri, hafði verið borið saman við DNA eins af ættingjum hins grunaða en DNA ættingjans var skráð í gagnagrunn. Þessi samkeyrsla varð til þess að lögreglan komst að því að maðurinn sem að öllum líkindum myrti Terri hét Jake Edward Brown. Hann lést árið 2003 en hann komst margoft í kast við lögin á ævi sinni. Hann var meðal annars handtekinn fyrir vörslu fíkniefna og tvær nauðganir, sem hann framdi 1973 og 1974.

Terri Lynn Hollis og Jake Edward Brown Mynd:Torrence Police Department

Aðferðin sem lögreglan notaði er sú sama og varð Golden State morðingjanum að falli en hún leiddi til þess að hinn 73 ára Joseph James DeAngelo var handtekinn grunaður um að vera hinn alræmdi raðmorðingi og raðnauðgari.

Frá því að Terri var myrt 1972 vann lögreglan út frá mismunandi kenningum. Um 2.000 yfirheyrslur fóru fram og mörgum ábendingum var fylgt eftir en án árangurs. Karlmaður var þó handtekinn 1974 grunaður um að hafa myrt Terri en honum var síðan sleppt því sönnunargögn studdu ekki þá kenningu að hann hefði átt hlut að máli.

En DNA-rannsókninni varð til þess að á síðasta ári fóru lögreglumenn til Arizona, þar sem Jake Edward Brown var jarðsettur. Lík hans var grafið upp og lífsýni tekin úr því og á grunni rannsókna á þeim tókst að sannreyna að það var hann sem myrti Terri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Svarti lénsherrann“ dæmdur í 5 ára fangelsi

„Svarti lénsherrann“ dæmdur í 5 ára fangelsi
Í gær

Ótrúlegar lokatölur úr Laxá í Aðaldal

Ótrúlegar lokatölur úr Laxá í Aðaldal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þurftu að sveigja Alþjóðlegu geimstöðinni fram hjá geimrusli

Þurftu að sveigja Alþjóðlegu geimstöðinni fram hjá geimrusli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ökumaður reyndi að stinga lögregluna af – „Ég þarf svo mikið að kúka“ – Myndband

Ökumaður reyndi að stinga lögregluna af – „Ég þarf svo mikið að kúka“ – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þýskur saksóknari segist hafa sannanir fyrir því að Madeleine McCann sé látin

Þýskur saksóknari segist hafa sannanir fyrir því að Madeleine McCann sé látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt morðmál fyrir dómi – Játar að hafa myrt eiginkonuna með sveðju á götu úti

Óhugnanlegt morðmál fyrir dómi – Játar að hafa myrt eiginkonuna með sveðju á götu úti