fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Breska konungsfjölskyldan birti þessa mynd – Fólk er að tapa sér yfir vinstri hönd Elísabetar drottningar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. mars 2019 23:00

Twitterfærsla hirðarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku heimsóttu jórdönsku konungshjónin Elísabetu II Bretadrottningu í Buckingham höll. Í tilefni af því birti hirðin mynd af Elísabetu og gestum hennar á Twitter. Myndin, eða öllu heldur vinstri hönd drottningarinnar, hefur valdið mörgum áhyggjum og miklar vangaveltur hafa verið um höndina.

Athugulir aðdáendur drottningarinnar hafa nefnilega tekið eftir að stór fjólublár blettur er á vinstra handarbakinu. Þetta hratt af stað miklum Twitterstormi þar sem fólk lýsti yfir áhyggjum sínum af heilsufari drottningarinnar.

Blái bletturinn leynir sér ekki.

En eftir því sem læknar segja þá er þetta ekki merki um að hin 92 ára drottning sé í bráðri lífshættu en hins vegar er þetta ekki góðs viti. Ekki er óalgengt að eldra fólk fái bletti sem þessa en þeir orsakast af of litlu blóðstreymi af völdum æðakölkunar. Hún leggst yfirleitt fyrst á fætur fólks og síðan hendur.

Ekki er óeðlilegt að æðakölkun leggist á fólk sem er orðið vel roskið eins og Elísabet II er. Þá hefur verið bent á að móðir drottningarinnar hafi glímt við blóðskort sem þennan og hafi oft sést með fallega Disneyplástra á handarbökunum til að hylja blettina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“