fbpx
Þriðjudagur 29.nóvember 2022
Pressan

Þetta eru kostirnir við að vera A-manneskja – Meira kynlíf, hærri tekjur og betri svefn

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 23. mars 2019 08:00

Ætli hún vinni meira en 55 klukkustundir á viku?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ert þú orkumikil(l), sjálfsörugg(ur) og trúir á ást við fyrstu sýn? Ef svo er þá ferð þú líklegast snemma að sofa og vaknar snemma. Þar með ert þú A-manneskja. Það getur verið gott því það eru meiri líkur á að A-manneskjur stundi meira kynlíf, þéni meira og sofi betur en B-manneskjur.

Þetta eru niðurstöður nýrrar bandarískrar könnunar sem Fox News skýrði nýlega frá. Í henni voru svefnvenjur og ýmislegt annað hjá 2.000 Bandaríkjamönnum kannað.

Niðurstöðurnar sýna að B-manneskjur eru oftar feimnar og kaldhæðnar og nota Instragram frekar en A-manneskjur og trúa frekar á drauga. Auk þess eru meiri líkur á að þær séu einhleypar en A-manneskjur eru frekar í hjónabandi og eiga börn.

Þegar kemur að leitinni að hinum eina rétta eða hinni einu réttu eru B-manneskjur duglegri við að nota stefnumótasíður á netinu. En A-manneskjur þéna yfirleitt meira og vinna frekar skrifstofuvinnu en B-manneskjur. En A-manneskjur hafa einnig tilhneigingu til að mæta oftar of seint til vinnu en B-manneskjur.

B-manneskjur eru tryggari og traustari en A-manneskjur eru oftar hamingjusamari en B-manneskjur.

Það er líka að sögn skýrt mynstur á kynjahlutföllunum í báðum hópum. Karlar eru í meirihluta í A-hópnum en konur í B-hópnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að Bruce Lee hafi hugsanlega látist af völdum of mikillar vatnsdrykkju

Telja að Bruce Lee hafi hugsanlega látist af völdum of mikillar vatnsdrykkju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Helsjúkt loforð á brúðkaupsnótt átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar

Helsjúkt loforð á brúðkaupsnótt átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn milljarður ungra einstaklinga gæti orðið fyrir heyrnartapi

Einn milljarður ungra einstaklinga gæti orðið fyrir heyrnartapi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa lagt hald á mörg tonn af kókaíni – Geta ekki eytt því

Hafa lagt hald á mörg tonn af kókaíni – Geta ekki eytt því
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grunaður fjöldamorðingi mætti fyrir dóm í hjólastól og með andlitsáverka

Grunaður fjöldamorðingi mætti fyrir dóm í hjólastól og með andlitsáverka
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grænland – Fundinn sekur um að hafa myrt mann og sundurhlutað líkið

Grænland – Fundinn sekur um að hafa myrt mann og sundurhlutað líkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Býr í sveitinni en er skíthrædd við traktora

Býr í sveitinni en er skíthrædd við traktora
Pressan
Fyrir 5 dögum

Háskólamorðin í Idaho vekja óhug – Af hverju þurftu þau að deyja?

Háskólamorðin í Idaho vekja óhug – Af hverju þurftu þau að deyja?