fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Theresa May biður ESB um frestun á Brexit

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 06:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun í dag senda bréf til Evrópusambandsins og fara fram á frestun á gildistöku Brexit, útgöngu Breta úr ESB. Hún mun biðja um lengri eða skemmri framlengingu á grein 50 en það er ákvæðið sem nær yfir úrsögn ríkja úr sambandinu.

Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að May þurfi hugsanlega að glíma við klofning í ríkisstjórn sinni vegna þessa og þá staðreynd að hugsanlega muni ESB hafna þessari umleitan hennar.

Það eru aðeins níu dagar þar til Brexit á að ganga í garð og því þarf að hafa hraðar hendur ef fresta á útgöngunni. May hefur frá upphafi heitið því að Brexit muni fara fram 29. mars næstkomandi en neyðist nú til að hverfa frá því loforði þar sem samningar hennar við ESB um útgönguna hafa ekki hlotið samþykki á breska þinginu.

May heldur síðan til Brussel á morgun til að taka þátt í leiðtogafundi ESB og mun þá fylgja málinu eftir að sögn Sky.

Beiðnin um frestun getur hugsanlega sprengt ríkisstjórn May. Bloomberg fréttastofan segir að ráðherrar, sem styðja Brexit, hafi fundað í gærkvöldi um áætlun um hvernig þeir geti komið í veg fyrir að frestunin á útgöngunni verði langvarandi. Þeir eru litlu nær um fyrirætlanir May en hún neitaði að sögn að upplýsa þá frekar um málið á fundi í gær.

Orðrómur hefur verið uppi um að May muni biðja um bæði stutta frestun og langa með þeim möguleika að Brexit verði að veruleika þegar samningur við ESB verður samþykktur á breska þinginu. Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, skaut þessa hugmynd þó í kaf og sagði að aðeins annar hvor möguleikinn yrði samþykktur. Hann sagði einnig að frestun á Brexit verði ekki samþykkt nema góð rök liggi fyrir og hvatti fólk til að undirbúa sig undir Brexit án samnings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“