Það er eitt og annað sem fólk getur sjálft gert til að hafa stjórn á útgjöldunum eftir því sem Samantha Barry, ritstjóri tímaritsins Glamour, sagði í samtali við CNBC. Hún segir að þetta snúist fyrst og fremst um skipulagningu. Að setjast niður og komast að því hversu miklu þú hefur efni á að eyða er fyrsta skrefið.
Útgjaldaliði á borð við jólahlaðborð og jólagjafir er erfitt að eiga við og af þeim sökum er snjallt að ákveða snemma í mánuðinum hvað má eyða miklu. Ef fólk gerir fjárhagsáætlun fyrir mánuðinn verður líka kannski aðeins auðveldara að halda sig á mottunni og forðast skyndiákvarðanir um innkaup segir Barry.
Ef fólk á erfitt með að forðast skyndiákvarðanir og skyndikaup er gott að nota bara reiðufé því þá er ekki hægt að eyða um efni fram og ganga á yfirdráttarheimildina segir hún einnig. Hún segir einnig mikilvægt að tala opinskátt um fjármálin við fjölskylduna til að koma í veg fyrir þrýsting um að eyða of miklu og kannski hefur þetta sömu jákvæðu áhrif á aðra fjölskyldumeðlimi.