fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Mannshvörfin sem skekja Svíþjóð – Tvær ungar konur horfnar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. desember 2019 06:00

Emilie Lundberg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö dularfull mannshvörf skekja Svíþjóð þessa dagana. Í báðum málunum hurfu ungar konur sporlaust. Lögreglan hefur um nokkra hríð leitað logandi ljósi að Wilma Anderson, 17 ára, en hún hvarf fyrir um tveimur vikum. Fyrir rúmri viku hvarf síðan Emilie Lundberg, 20 ára, og hefur ekkert til hennar spurst.

Það er þó ekki að sjá að málin tengist en mörg hundruð kílómetrar eru á milli staðanna sem þær hurfu frá. Wilma hvarf í Uddevalla norðan við Gautaborg en Emilie í Tollarp á Skáni þar sem hún býr.

Emilie sást yfirgefa íbúð sína föstudaginn 22. nóvember með dularfullri manneskju. Eftir það er ekkert vitað um ferðir hennar.

Wilma Andersson

Lögreglan gaf í síðustu viku upp alla von um að finna Wilma á lífi eftir að líkamshluti, sem er talinn vera af henni, fannst. 22 ára unnusti hennar situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa myrt hana. Hann neitar sök.

Emilie Lundberg

Lögreglan óttast um afdrif Emilie. Nágranni hennar sá hana yfirgefa heimili sitt með ókunnugri manneskju. Nágranninn segist hafa tekið sérstaklega eftir að Emilie var mjög illa klædd, hafi verið í hnjásíðum buxum. Um klukkan 11 þennan sama dag sendi Emilie smáskilaboð til frænku sinnar en þegar frænkan hringdi í hana var slökkt á farsíma hennar.

„Emilie slekkur aldrei á farsímanum sínum.“

Sagði frænkan í samtali við Kristianstadsbladet.

Síminn var staðsettur út frá sendum símafyrirtækja og reyndist síðast hafa verið nærri ánni Vramsån. Þar er lögreglan nú að störfum og hefur stórt svæði verið girt af.

Uppfært 03.12.2019 klukkan 21.00

Lögreglan hefur nú fundið lík Emilie. Það fannst í vatni og grunar lögregluna að hún hafi verið myrt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug