Sunnudagur 08.desember 2019
Pressan

Trump vill eyða þeim af yfirborði jarðar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í viðtali við Bill O‘Reilly, þekktan íhaldsmann og fyrrum þáttastjórnanda hjá Fox News, sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, að undanfarna þrjá mánuði hafi hann unnið að því að láta lýsa mexíkóska eiturlyfjahringi hryðjuverkasamtök. Þetta vill hann gera vegna aðildar þeirra að eiturlyfjaviðskiptum og mansali.

Trump sagði að það væri ekki einfalt mál að láta setja þessi glæpasamtök á lista yfir hryðjuverkasamtök, það sé ákveðið ferli en það sé vel á veg komið.

Skömmu eftir að viðtalið var birt á heimasíðu O‘Reilly á þriðjudaginn sendi mexíkóska utanríkisráðuneytið frá sér tilkynningu. Í henni kom fram að þarlend stjórnvöld muni reyna að fá fund með æðstu embættismönnum Bandaríkjanna um vandann með eiturlyfjagengin og hvort og þá hvernig sé hægt að líta á þau sem hryðjuverkasamtök.

Ef fyrirætlanir Trump ganga eftir mega bandarískir ríkisborgarar ekki styðja við bakið á eiturlyfjahringjunum og meðlimir þeirra mega ekki koma til Bandaríkjanna. Fyrr í mánuðinum bauð Trump Mexíkó aðstoð við að „fjarlægja eiturlyfjahringana af yfirborði jarðar“. Það gerði hann eftir að níu bandarískir ríkisborgarar voru myrtir af liðsmönnum eiturlyfjagengis í Mexíkó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dauði poppstjörnu kyndir undir umræðu um „njósnamyndavélafaraldur“

Dauði poppstjörnu kyndir undir umræðu um „njósnamyndavélafaraldur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bjó til erfðabreytta tvíbura – Sakaður um siðferðisbrot: Ófyrirsjáanlegt hverjar stökkbreytingarnar í börnunum verða

Bjó til erfðabreytta tvíbura – Sakaður um siðferðisbrot: Ófyrirsjáanlegt hverjar stökkbreytingarnar í börnunum verða
Fyrir 3 dögum

Fluguveiði aðeins leyfð í Elliðaánum

Fluguveiði aðeins leyfð í Elliðaánum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjötugur barnaníðingur dæmdur til ótímabundinnar vistunar í fangelsi

Sjötugur barnaníðingur dæmdur til ótímabundinnar vistunar í fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ertu virkilega með svona stór brjóst?“

„Ertu virkilega með svona stór brjóst?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú takmarkað eyðsluna í jólamánuðinum

Svona getur þú takmarkað eyðsluna í jólamánuðinum