fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Dularfyllsta lagið á internetinu: Hvaðan kom það og hver samdi það? Það veit enginn

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 9. október 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarspekingar hafa lengi klórað sér í kollinum yfir nokkuð grípandi lagi frá níunda áratug síðustu aldar sem enginn virðist vita hver samdi eða flutti. Í meira en áratug hefur fjöldi fólks reynt að varpa ljósi á uppruna lagsins en án árangurs.

David Browne, blaðamaður Rolling Stone-tímaritsins, fjallaði nýlega um lagið sem hefur verið kallað „dularfyllsta lagið á internetinu“. Í grein sinni ræðir hann meðal annars við Þjóðverja að nafni Darius S. sem stundaði það að taka upp á kassettur uppáhalds útvarpsþættina sína.

Lagið sem um ræðir var einmitt á einni slíkri kassettu sem rennir stoðum undir það að hljómsveitin sé frá Þýskalandi eða nágrannalöndum Þýskalands. Í viðtalinu segist Darius telja að upptakan sé frá árinu 1984 en hann veit það ekki með fullri vissu.

Kassettan lá óhreyfð ofan í kassa allt til ársins 2007 að systir Dariusar fann hana. Umrætt lag vakti athygli hennar en henni var þó fyrirmunað að komast að nafni lagsins eða hvaða hljómsveit stóð á bak við flutninginn. Hún leitaði því á náðir netverja en enginn virtist vita neitt um lagið.

Leitin að hljómsveitinni fór aftur í gang í sumar á vefnum Reddit en, eins og svo oft áður, var enginn með svör á reiðum höndum. Í grein sinni ræðir David við útvarpsmann sem talinn er hafa spilað lagið í einum af þáttum sínum fyrir margt löngu. Hann klórar sér líka í kollinum en hefur engar frekari upplýsingar um málið.

„Ég skil ekki þessi læti. Ef ég teldi að þetta væri það besta síðan skorið brauð væri ég kannski áhugasamur. En mér finnst þetta lag ekkert sérstakt,“ segir hann.

Dæmi hver fyrir sig en lagið má heyra hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tunglið fær sitt eigið tímabelti

Tunglið fær sitt eigið tímabelti