fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Kom að unnustanum áreita brúðarmær tveimur dögum fyrir brúðkaupið – Giftist honum samt

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 7. október 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður í Pennsylvaníu-fylki, Bandaríkjunum er sagður hafa áreitt konu kynferðislega, en hún átti að vera brúðarmær í brúðkaupi hans sem fór fram tveimur dögum seinna. The Washington Post greinir frá þessu.

Daniel J. Carney var að skemmta sér ásamt unnustu sinni og vinum þann 28. september, tveimur dögum fyrir fyrirhugað brúðkaup. Eftir skemmtunina bað unnustan, Carney um að fylgja vinkonu sinni á öruggan stað, en vinkonan var ofurölvi.

Carney á hinsvegar að hafa fylgt vinkonunni inn á baðherbergi og brotið kynferðislega á henni. Hann á að hafa káfað á henni, bitið hana og afklætt hana úr nærfötum sínum.

Unnustan á þá að hafa gengið inn á Carney á meðan hann áreitti konuna.

Í kjölfarið eiga Carney og verðandi eiginkona hans að hafa lent í einskonar slagsmálum, á bílastæði fyrir utan staðinn þar sem kynferðisbrotin eiga að hafa farið fram.

Daginn eftir á Carney að hafa sent meintu fórnarlambi skilaboð og beðið hana um að taka neyðarpillu, þrátt fyrir að hann hafi fullyrt að þess væri ekki þörf.

Þrátt fyrir öll ósköpin fór brúðkaupið fram fyrsta október.

Daginn eftir brúðkaupið á fórnarlambið að hafa tilkynnt lögreglu um málið sem að rannsakar nú málið.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Pressan
Í gær

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég ætla ekki að deyja hér“: Missti útlimi í skelfilegu slysi í túbunni í London – Sögð hafa valdið slysinu með eigin gáleysi

„Ég ætla ekki að deyja hér“: Missti útlimi í skelfilegu slysi í túbunni í London – Sögð hafa valdið slysinu með eigin gáleysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann