fbpx
Þriðjudagur 15.október 2019  |
Pressan

Norðmaður skotinn til bana þegar hann reyndi að koma tengdaföður sínum á óvart

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 4. október 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christopher Bergan, 37 ára Norðmaður, ætlaði að koma tengdaföður sínum, Richard Dennis, á óvart á dögunum með því að birtast fyrirvaralaust fyrir utan heimili hans í Pensacola á Flórída.

Bergan er búsettur í Noregi og hugðist hann koma tengdaföður sínum á óvart í tilefni af 61 árs afmæli hans. Það var svo á þriðjudag að Bergan bankaði upp á heima hjá tengdaföður sínum áður en hann kom sér fyrir í runna skammt frá útidyrahurðinni. Þegar Dennis kom til dyra stökk Bergan fram og var hann þá skotinn í brjóstið.

Ástæða þess að Dennis mætti vopnaður til dyra var sú að hann hafði skömmu áður rifist við ættingja sinn sem hafði komið að heimili hans. Að sögn lögreglu sagði Dennis að honum hafi brugðið mjög þegar hann sá tengdason sinn stökkva út úr runnanum og talið að einhver hafi ætlað að ráðast á sig. Hann skaut því einu skoti en svo óheppilega vildi til að kúlan fór í hjartað á Bergan sem lést samstundis.

Lögregla telur að um sorglegt slys hafi verið að ræða og verður Dennis ekki ákærður vegna málsins.

Frétt Pensacola News Journal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Eltihrellirinn þurfti ekki meira en endurkastið í ljósmynd poppstjörnunnar

Eltihrellirinn þurfti ekki meira en endurkastið í ljósmynd poppstjörnunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óttast að fellibylurinn verði svipaður og árið 1958

Óttast að fellibylurinn verði svipaður og árið 1958
Pressan
Fyrir 4 dögum

730 fyrirtækjabílum beint gegn Erdogan – Bein stríðsyfirlýsing við forsetann

730 fyrirtækjabílum beint gegn Erdogan – Bein stríðsyfirlýsing við forsetann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gaupa réðst á hjón

Gaupa réðst á hjón
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfullt hvarf úlfs í Belgíu – 30.000 evrum heitið fyrir upplýsingar

Dularfullt hvarf úlfs í Belgíu – 30.000 evrum heitið fyrir upplýsingar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjaldgæfur sjúkdómur – Varð drukkinn þrátt fyrir að hafa ekki drukkið áfengi

Sjaldgæfur sjúkdómur – Varð drukkinn þrátt fyrir að hafa ekki drukkið áfengi