fbpx
Miðvikudagur 15.júlí 2020
Pressan

Faðirinn sá viðbjóðinn í kjallaranum – Flýtti sér út með börnin

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. október 2019 05:54

Húsið. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tíu ár hafði Lestina-fjölskyldan búið í sama húsinu. En eftir að fjölskyldufaðirinn, Nick, gerði óhugnanlega uppgötvun í kjallara hússins flýtti hann sér út með börnin. Fjölskyldan hafði nýlega sett húsið á sölu en söluferlið tók óvænta stefnu þennan örlagaríka dag þegar Nick fór niður í kjallara.

„Enginn vill sjá þetta eða finna lyktina.“

Sagði hann í samtali við WHO-TV.

Kjallaragólfið var þakið blóði.

Ekki er fallegt um að lítast. Skjáskot/YouTube

„Mér brá í fyrstu en ég hafði grun um hvaðan blóðið kom.“

Sagði Nick.

Ömurleg aðkoma. Skjáskot/YouTube

Á þeim tíu árum sem fjölskyldan hafði búið í húsinu hafði sláturhús verið rekið í næsta nágrenni. Nick grunaði strax að blóðið kæmi þaðan. Hann hringdi í heilbrigðiseftirlitið sem sagði fjölskyldunni að halda sig fjarri húsinu vegna hættu á að þau yrðu fyrir eitrun af völdum blóðsins. Talið er að starfsmenn sláturhússins hafi látið blóðið renna í niðurfall í gólfinu sem hafi síðan stíflast. Það varð til þess að blóð og kjötleifar komust inn í vatnsleiðslur Lestina-fjölskyldunnar.

Fjölskyldan býr nú hjá ættingjum. Reynt hefur verið að þrífa kjallarann en ekki er hægt að ljúka því verki því enn streymir blóð inn. Nick segist ekki hafa heyrt neitt frá fyrirtækinu sem á sláturhúsið annað en að það þvertaki fyrir að blóðið komi þaðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Krufningar á COVID-19 sjúklingum afhjúpa hryllilega staðreynd

Krufningar á COVID-19 sjúklingum afhjúpa hryllilega staðreynd
Pressan
Í gær

Giftu sig í miðjum kórónuveirufaraldri – Nú er brúðguminn dáinn og 100 gestir smitaðir

Giftu sig í miðjum kórónuveirufaraldri – Nú er brúðguminn dáinn og 100 gestir smitaðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leituðu að mannabeinum í Tiger King-garðinum

Leituðu að mannabeinum í Tiger King-garðinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lagt hald á kókaín, skartgripi og 13 milljónir punda í „feluboxum“ flutningabíla.

Lagt hald á kókaín, skartgripi og 13 milljónir punda í „feluboxum“ flutningabíla.
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögulegur samningur – Fær 503 milljónir dollara fyrir 10 ára samning

Sögulegur samningur – Fær 503 milljónir dollara fyrir 10 ára samning
Fyrir 4 dögum

Mest af laxi í Leirvogsá fyrir neðan brú

Mest af laxi í Leirvogsá fyrir neðan brú
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neil Young er ósáttur við tónlistarval Donald Trump

Neil Young er ósáttur við tónlistarval Donald Trump
Pressan
Fyrir 5 dögum

Áratugagömul ummæli urðu yfirmanni hjá Boeing að falli

Áratugagömul ummæli urðu yfirmanni hjá Boeing að falli