fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Minniskortið innihélt myndband af morði – Nú er komin fram önnur játning

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 18. október 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brian Steven Smith, 48 ára Bandaríkjamaður, var handtekinn á dögunum vegna gruns um morð á ungri konu.

Málið vakti mikla athygli, en eins og Pressan greindi frá á dögunum fann kona minniskort úti á götu í Anchorage í Alaska sem innihélt býsna óhugnanlegar myndir og myndband.

Myndböndin og ljósmyndirnar sýndu mann berja og kyrkja konu í hótelherbergi. Á einu myndbandinu mátti einnig sjá mann vefja hreyfingarlausri konunni inn í teppi áður en henni var komið fyrir í skotti bifreiðar. Nokkrum dögum síðar fannst kvenmannslík og reyndist það vera lík konunnar sem sást á minniskortinu.

Rannsókn málsins leiddi til handtöku Brians en fórnarlambið í málinu var þrítug kona, Kathleen Jo Henry, sem er af frumbyggjaættum Alaska. Við yfirheyrslur játaði hann að hafa drepið Kathleen en hann játaði einnig morð á annarri konu.

Í frétt Anchorage Daily News kemur fram að Brian hafi játað að hafa skotið 52 ára konu, Veronicu Abouchuk, til bana. Veronica, sem var einnig af frumbyggjaættum, sást síðast í júlí 2018 en ekki var tilkynnt um hvarf hennar fyrr en í febrúar á þessu ári. Tveimur mánuðum síðar fannst lík hennar.

Á blaðamannafundi sem lögregla hélt í gær vegna málsins kom fram að lögregla útilokaði ekki að fórnarlömbin kynnu að vera fleiri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið