fbpx
Miðvikudagur 15.júlí 2020
Pressan

Óhugnanlegt mál í Bandaríkjunum – Reyndi að láta fjarlægja lunga úr heilbrigðum syni sínum

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 12. október 2019 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaylene BowenWright, móðir í Dallas Bandaríkjunum, hefur verið dæmd í sex ára fangelsi fyrir alvarlegt ofbeldi gegn syni sínum. NBCFDW greinir frá.

Kaylene er talin þjást af Munchausen by proxy sjúkdómnum, en í því felst að hún sóttist í að fá athygli vegna veikinda annara, í hennar tilviki var það sonur hennar sem á fyrstu átta árum lífs síns var látinn undirgangast 13 óþarfa skurðaðgerðir og fara í yfir þrjú hundruð sinnum til læknis.

Gekk hún Kaylene svo langt að á tímabili barðist hún hart fyrir því að sonur hennar fengi að undirgangast lungnaígræðslu, sem er ákaflega hættuleg aðgerð. Engin læknisfræðileg ástæða var fyrir slíkri aðgerð.

Faðir drengsins, Ryan Crawford, hefur um árabil barist fyrir forræði yfir syni sínum. „Hver einustu veikindi enduðu á því að hann átti að vera við dauðans dyr í hvert sinn sem mál okkar var tekið fyrir.“

„Ég vissi ekki hvað ég gæti gert,“ sagði Ryan samtali við NBCKaylene hélt því fram að sonur hennar glímdi við sjaldgæfa vöðvarýrnunarsjúkdóma, hjartveiki, flogaveiki og jafnvel krabbamein. Afleiðingar lyga hennar voru þær að sonur hennar varð ítrekað fyrir óþarfa læknainngripum sem ullu honum kvalafullum fylgikvillum á borð við blóðtappa og blóðsýkingu.

Þrátt fyrir þetta tókst Ryan ekki að fá forræði yfir syni sínum. Fjölskyldumálayfirvöld tóku ekki mark á áhyggjum hans og fékk því móðirin áfram að valda syni sínum óþarfa þjáningu. Neyddi hún soninn á tíma til að notast við hjólastól, þrátt fyrir að hann hafi haft full not af fótum sínum.

Einn af læknum drengsins fór að hafa áhyggjur þegar hann tók eftir því að drengurinn virtist oft mun hressari heldur en móðir hans hélt fram. Hann gat borðað með eðlilegum hætti þrátt fyrir að vera með magaslöngu (e. feeding tube) og gat þar að auki hlaupið um og leikið sér, þrátt fyrir hjólastólinn. Læknirinn tilkynnti grun sinn til barnaverndarnefndar í Texas og drengurinn var í kjölfarið tekinn úr umsjá móður sinnar.

„Ég andaði loksins léttar. Ég vissi að Christopher [sonur  hans] væri í fyrsta sinn í lífi sínu öruggur,“ sagði Ryan.  Hann hefur nú loks fengið fullt forræði yfir syni sínum og segir að drengurinn hafi það gott í dag. Hann sé farinn að æfa íþróttir af fullum krafti og sé almennt glaður drengur.

Fyrir dómi greindi sálfræðingur þó frá því að tilfinningalegur skaði drengsins væri mikill og gæti fylgt honum lífið á enda. Mældi hann einnig gegn því að móðirin fengi að umgangast drenginn eftir að hún hafi afplánað dóm sinni. Hún sé haldin geðsjúkdómi sem sé ólíklegt að lækna megi með meðferð.

Dómari málsins sagði málið afar óhugnalegt.

Málið minnir óneitanlega á mál Gypsie Rose, sem var efna  þáttanna The Act sem voru sýndir á Hulu í mars á þessu ári. Móðir Gypsies hafði logið því að henni allt hennar líf að hún væri alvarlega veik og meðal annars látið hana notast við hjólastól og snoða á sér höfuðið. Þegar Gypsie varð eldri komst hún að raun um það sanna og endaði með að fá kærasta sinn til að myrða móður sína.

Sjá einnig:

„Hér í fangelsinu finnst mér ég frjálsari en þegar ég bjó með móður minni“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Krufningar á COVID-19 sjúklingum afhjúpa hryllilega staðreynd

Krufningar á COVID-19 sjúklingum afhjúpa hryllilega staðreynd
Pressan
Í gær

Giftu sig í miðjum kórónuveirufaraldri – Nú er brúðguminn dáinn og 100 gestir smitaðir

Giftu sig í miðjum kórónuveirufaraldri – Nú er brúðguminn dáinn og 100 gestir smitaðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leituðu að mannabeinum í Tiger King-garðinum

Leituðu að mannabeinum í Tiger King-garðinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lagt hald á kókaín, skartgripi og 13 milljónir punda í „feluboxum“ flutningabíla.

Lagt hald á kókaín, skartgripi og 13 milljónir punda í „feluboxum“ flutningabíla.
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögulegur samningur – Fær 503 milljónir dollara fyrir 10 ára samning

Sögulegur samningur – Fær 503 milljónir dollara fyrir 10 ára samning
Fyrir 4 dögum

Mest af laxi í Leirvogsá fyrir neðan brú

Mest af laxi í Leirvogsá fyrir neðan brú
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neil Young er ósáttur við tónlistarval Donald Trump

Neil Young er ósáttur við tónlistarval Donald Trump
Pressan
Fyrir 5 dögum

Áratugagömul ummæli urðu yfirmanni hjá Boeing að falli

Áratugagömul ummæli urðu yfirmanni hjá Boeing að falli