Kínverskir vísindamenn hafa fundið tengsl á milli lifrarsjúkdóms og baktería í þörmum sem framleiða mikið magn alkóhóls í líkamanum. Þessi tengsl eru jafnvel til staðar hjá fólki sem drekkur alls ekki áfengi.
Það var ástand 27 ára sjúklings sem varð til þess að vísindamönnunum tókst að finna tengslin á milli bakteríanna og lifrarsjúkdómsins en of mikil fita er í lifur þeirra sem eru með þennan sjúkdóm. Hann gerir yfirleitt vart við sig hjá fólki sem drekkur ekki áfengi.
Vísindamönnunum fannst því áhugavert að maðurinn var með þennan sjúkdóm og átti sér sögu um að verða ölvaður án þess að neyta áfengis.
Hann reyndist þjást af sjaldgæfum kvilla sem nefnist auto-brewery syndrom en þeir sem eru með það verða ölvaðir eftir að hafa borðað sykurríkan mat, til dæmis ávexti eða kökur.
Í ljós kom að maðurinn var með mikið af bakteríum sem heita „klebsiella pneumonia“ en þær framleiða mikið af alkóhóli.