fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Pressan

Pornhub hagnast á hefndarklámi – Hefur gríðarleg áhrif á þá sem hlut eiga að máli

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. september 2019 06:45

Pornhub er stærsta klámsíða heims.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur klámsíðunnar Pornhub hagnast á hefndarklámi sem er sett inn á síðuna og standa sig ekki nægilega vel í að fjarlægja það af síðunni. Dæmi eru um að hefndarklám hafi fengið mörg hundruð þúsund áhorf og verið á meðal vinsælasta efnisins á síðunni á hverjum tíma. Pornhub er stærsta klámsíða heims og nær því til margra.

BBC skýrir frá þessu. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að kona, sem nefnd er Sophie, hafi orðið fyrir því að klámmyndbönd, með henni í aðalhlutverki, voru sett á síðuna án hennar vitundar eða leyfis. Þau fengu mörg hundruð þúsund áhorf og voru um tíma meðal vinsælasta efnisins á síðunni.

Baráttuhreyfingin #NotYourPorn segir að efni sem þetta færi eigendum Pornhub, sem er MindGeek fyrirtækið, miklar auglýsingatekjur. Pornhub segir á móti að fyrirtækið „fordæmdi sterklega“ myndefni af þessu tagi og segist vera með hörðust reglurnar um hefndarklám í þessum geira.

Fyrirtækið sagðist ekki finna neina tölvupósta frá Sophie þar sem hún hafi beðið um að efni með henni verði fjarlægt af síðunni en hafi sett sig í samband við hana og „hlakki til að leysa þetta mál í samvinnu við hana“.

Sophie sagði BBC hún hafi uppgötvað að þessi myndbönd höfðu verið birt af henni fyrir um 18 mánuðum. Þá hafi unnusti systur hans rekist á þau á Pornhub. Sophie hafði gert þessi myndbönd með fyrrum unnusta sínum nokkrum árum áður en hafði ekki gefið leyfi fyrir að þau væru birt á netinu.

Innan viku eftir að hún komst að tilvist myndbandanna á Pornhug voru þau fjarlægð. En það var of seint því einhver hafði búið til um 100 klippur úr þeim og voru þær sífellt settar inn á síðuna á nýjan leik. Þegar hún tilkynnti það til Pornhub var litla sem enga hjálp að fá. Hún komst í samband við annað fyrirtæki sem sér um að afgreiða beiðnir til Pornhub um að fjarlægja myndbönd en segir að þar hafi viðbrögðin látið á sér standa. Hún leitaði einnig til lögreglunnar en þar á bæ hefur lítið gerst enn sem komið er og enginn hefur verið kærður vegna málsins.

Kate Isaacs, hjá #NotYourPorn, sagði að hefndarklám væri oft merkt sem „heimagert“ eða „amatör“ efni á síðunni en þetta eru tvö vinsæl leitarorð og því skapa þau og myndbönd, sem falla undir þessa flokka, eigendunum mikil verðmæti.

Þegar Sophie uppgötvaði að myndböndin höfðu verið birt á netinu var hún nýbyrjuð í sambandi og hafði málið mikil áhrif á sambandið. Vinir nýja unnustans gerðu grín að honum þegar þeir hittu hann. Hún á einnig dóttur á unglingsaldri og hefur þetta haft mikil áhrif á hana.

„Hún hefur ekki verið sú sama síðan.“

Sagði Sophie.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn versnar staðan hjá Andrew prins – „Ég sá hann dansa við unga stúlku alla nóttina“

Enn versnar staðan hjá Andrew prins – „Ég sá hann dansa við unga stúlku alla nóttina“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 100 látnir í Líbanon og 4.000 særðir – „Við erum vitni að miklum hörmungum“

Rúmlega 100 látnir í Líbanon og 4.000 særðir – „Við erum vitni að miklum hörmungum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump – „Engum líkar við mig“

Trump – „Engum líkar við mig“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Popptónleikar eiga að þjóna hlutverki smittilraunar

Popptónleikar eiga að þjóna hlutverki smittilraunar