fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Greiða milljónir fyrir loftið yfir húsi nágrannans

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. júlí 2019 07:55

Empire State byggingin sem fólkið vill sjá út um gluggana sína.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur íbúðarhúss í Chelseahverfinu í New York hafa miklar áhyggjur af fyrirhuguðum byggingaframkvæmdum í nágrenni við húsið. Framkvæmdirnar myndu gera út af við útsýni íbúanna til Empire State byggingarinnar. En þar sem húsið er í hverfi auðmanna eru eigendur þess ekki með tóma vasa og gripu því til sinna ráða.

Þeir keyptu einfaldlega loftrýmið yfir húsi sem átti að byggja háan turn á sem hefði skert útsýnið til Empire State. Verðið var nú ekki í lægri kantinum eða 11 milljónir dollara. New York Times skýrir frá þessu.

Íbúarnir sem um ræðir búa í gömlu pakkhúsi en þar hafa meðal annarra búið Harrison Ford og Don Gummer eiginmaður Meryl Streep. Við hliðina á pakkhúsinu er mun lægri bygging en pakkhúsið er 12 hæðir. Til stóð að byggja háan turn ofan á lága húsið.

Íbúarnir í pakkhúsinu buðu því eiganda hins hússins að kaupa loftið fyrir ofan húsið svo hann gæti ekki byggt neitt þar. Tilboðið var upp á 11 milljónir dollara og var samþykkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 4 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári