fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Fundu líkamsleifar bakpokaferðalangs sem hafði verið saknað í fimm mánuði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 17:01

Erwan Ferrieux

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðasta mánuði fundust mannabein í sjónum undan austurströnd Ástralíu. Lögreglan segir að þau séu af Erwan Ferrieux, 21 árs Frakka, sem hafði verið saknað í fimm mánuði. Hann sást síðast með breska ferðamanninum Hugo Palmer, 20 ára, nærri Port Macquarie sem er vinsæll ferðamannastaður tæpa 400 km norðan við Sydney.

Lögreglan fann bílaleigubíl þeirra á bílastæði við ströndina og voru ýmsar eigur þeirra í bílnum og varð það til að fólk hafði miklar áhyggjur af velferð þeirra félaganna. Nokkur mannabein fundust í sjónum nærri ströndinn í síðasta mánuði og nú liggur niðurstaða rannsóknar á þeim sem sagt fyrir.

Samkvæmt frétt Sky þá sagði talsmaður lögreglunnar að DNA-rannsókn hafi leitt í ljós að hér væri um líkamsleifar Ferrieux að ræða. Fleiri bein fundust á sunnudaginn og eru þau nú til rannsóknar.

Ferrieux og Palmer komu til Ástralíu í nóvember á síðasta ári en landið er vinsæll áfangastaður ungra bakpokaferðalanga.

Lögreglan leitar einnig að 18 ára Belga, Theo Hayez, sem hefur ekki sést síðan í lok maí en þá sást til hans í Byron Bay sem er tæpa 800 km norðan við Sydney.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“