fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Kjötétandi baktería skelfir gesti í ferðamannaparadís

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 06:00

Til eru holdétandi bakteríur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flórída er vinsæll ferðamannastaður og hafa margir Íslendingar lagt leið sína þangað í gegnum tíðina. En í Flórída eins og víða annarsstaðar hafa loftslagsbreytingarnar áhrif og fer hitastig hækkandi og um leið hækkar sjávarhitinn. Þetta hefur orðið til þess að kjötétandi baktería þrífst orðið vel í sjónum við Flórída.

Þessi baktería hefur að undanförnu sýkt marga á ströndum við austurströnd Bandaríkjanna. CBS News skýrir frá þessu. Bakterían, sem er skyld E-coli bakteríunni, étur hold og kemst inn í líkamann í gegnum opin sár.

Tyler King, sem starfar hjá vatnsíþróttafyrirtæki á Santa Rosa ströndinn í Flórída, smitaðist nýlega af þessari bakteríu. Í samtali við CBS News sagði hann að hann hafi ekki einu sinni verið í snertingu við sjó þegar hann fann vinstri upphandlegginn bólgna upp. Á aðeins nokkrum klukkustundum bólgnaði hann mikið og varð þrefaldur að stærð. Hann ákvað að fara til læknis og það sem betur fer.

„Ef ég hefði bara lagt mig hefði ég líklegast misst handlegginn.“

Hann sagðist ekki vita hvernig hann smitaðist.

Hér sjást afleiðingar þessar hræðilegu bakteríu.

Lést af völdum bakteríunnar

Lynn Fleming, 77 ára, hafði lengi dreymt um að flytja til Flórída og fyrir nokkrum árum lét hún verða af því. Nýlega kom sonur hennar, Wade, í heimsókn ásamt fjölskyldu sinni. Ákveðið var að fara á Coquina ströndina.

Í samtali við CNN sagði Wade að þetta frí hafi verið bæði besta og versta frí sem hann hefur farið í. Móðir hans datt og fékk um tveggja sentimetra sár á annan fótlegginn. Strandvörður hreinsaði sárið og setti umbúðir á það. En sýkingin náði að hreiðra um sig og Lynn lést tveimur vikum síðar. Þetta var annað dauðsfallið af völdum þessarar hættulegu bakteríu á einum mánuði á strönd í Flóría.

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin CDC segir að um 80.000 manns smitist af þessari hættulegu bakteríu árlega og um 100 látist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Í gær

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari