fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Martröð hvers húseiganda: Skólpið flæddi um öll gólf – Ótrúlegt myndband

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 26. júní 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögur heimili í Massachusetts í Bandaríkjunum hafa verið úrskurðuð óíbúðarhæf, tímabundið að minnsta kosti, eftir á skólp tók að flæða upp úr salernum og um öll gólf. Ótrúlegt myndband hér neðst í fréttinni sýnir það sem blasti við íbúum.

Silvia Oritz, íbúi í Melrose, segir við WHDH að hún hafi varla trúað sínum eigin augum þegar hún heyrði dularfull hljóð koma frá baðherberginu. Þegar hún leit inn flæddi óhreinsað skólpið – og allt sem því fylgdi – upp úr klósettskálinni. Um gríðarlegt magn var að ræða og lak skólpið meðal annars inn í herbergi og undir húsið. Á þessari stundu alls óvíst hvort Silvia geti hreinlega búið í húsinu eftir þessa uppákomu. Þrjú önnur hús í nágrenninu lentu í eins uppákomu.

Gail Infurna, bæjarstjóri í Melrose, þar sem 26 þúsund manns búa, segir að starfsmenn bæjarins hafi verið að vinna að því að losa stíflu í stórri skolplögn þegar atvikið varð. Eitthvað fór úrskeiðis við þá vinnu með fyrrgreindum afleiðingum.

„Skemmdirnar á húsunum eru þess eðlis að það gæti tekið einhverja daga, jafnvel vikur, að laga þær,“ segir Infurna og bætir við að bærinn muni koma að þeim viðgerðum. Silvia dvelur nú á hóteli og er líklegt að þar muni hún dvelja eitthvað áfram.

Hér er hægt að sjá frétt NECN um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru