fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Vill nota sérstaka kannabisrafmynt

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. mars 2019 16:20

Kannabisplöntur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var haldin ráðstefna í Texas þar sem viðskipti með kannabis voru viðfangsefnið. Ráðstefnan gekk undir heitinu South by Southwest. Þar kom fram að Greg Anderson og Cerescoin hafa búið til fyrstu bandarísku rafmyntina sem á að nota til viðskipta með kannabis.

Kannabis er vaxandi iðnaður í Bandaríkjunum enda hefur sala og notkun þess verið leyfði í nokkrum ríkjum og ekki ólíklegt að fleiri fylgi í kjölfarið. Á þessu byggist hugmynd Anderson.  Hann segir að bæði kannabis og rafmynt séu í sókn og fólk sé nánast örvæntingarfullt eftir að þessir tveir hlutir verði sameinaðir.

Hann hefur stofnað Cerescoin en það er fyrsta rafmyntin sem er hægt að nota við kaup á kannabis í Bandaríkjunum. Hún hefur ekki enn verið samþykkt af bandaríska fjármálaeftirlitinu en Anderson er vongóður um að hún verði samþykkt. Að baki er 14 mánaða ferli til að fá rafmyntina samþykkta og vonast hann til að samþykki fáist innan nokkurra vikna.

En af hverju er þörf fyrir rafmynt til kannabisviðskipta? Ástæðan er að í Bandaríkjunum lúta bankar og fjármálastofnanir eftirliti, lögum og reglum alríkisins en ekki hvers ríkis fyrir sig. Þetta hefur í för með sér að bankar hafa ekki heimilað notkun greiðslukorta við kannabisviðskipti í þeim ríkjum þar sem slík viðskipti eru lögleg. Af þeim sökum fer stærsti hluti viðskiptanna fram með reiðufé.

33 ríki heimila notkun kannabis í læknisfræðilegum tilgangi og 10 heimila fólki að nota kannabis án þess að það sé í lækningaskyni.

Hugmynd Anderson gengur út á að gengi rafmyntarinnar verði fasttengt dollaranum. Fólk geti millifært peninga frá greiðslukortum sínum inn á rafmyntareikninginn og notað hann til að greiða fyrir kannabis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“