fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Pressan

Hætta að bjóða starfsfólkinu upp á svínakjöt – „Þarna liggja þessar trúarlegu línur og það“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. janúar 2019 23:00

Skyldi það vera innlent eða útlent?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framvegis verður starfsfólki Hotel Scandic í Bergen í Noregi ekki boðið upp á beikon, purusteik eða pyslur í mötuneytinu, að minnsta kosti ekki í kvöldmatinn. Hótelið hefur ákveðið að hætta að bjóða starfsfólki sínu upp á svínakjöt og segir þetta í samræmi við óskir starfsfólksins sem er af rúmlega 100 þjóðernum. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd og segja sumir að hér sé um öfuga samþættingu útlendinga að norsku samfélagi að ræða, hér sé verið að laga norska siði og venjur að útlendingum en ekki öfugt.

Stjórnendur hótelsins segja að starfsfólkið hafi verið spurt hvernig væri hægt að draga úr matarsóun. Meðal þess sem margir sögðu var að hægt væri að hætta að bera svínakjöt á borð fyrir þá.

VG hefur eftir Lise Solheim Haukedal, hótelstjóra, að rétt sé að reynt sé að forðast að bjóða upp á svínakjöt í mötuneyti starfsfólks.

„Við erum stolt af fjölbreytileika hótelsins. Það er fólk af ýmsum þjóðernum sem starfar hjá okkur og við viljum laga okkur að því. Samtímis höfum við beint sjónum að matarsóun hjá Scandic og viljum takmarka hana eins mikið og við getum.“

Sagði hún og lagði áherslu á að hótelið vilji hafa samþættingu útlendinga við norskt samfélagi í öndvegi. Hún sagði að engir óánægðir starfsmenn hafi stigið fram enn, engar neikvæðar athugasemdir hafi borist.

Áfram verður boðið upp á svínakjöt í morgunmat og hádeginu.

Misskilin samþætting

Hjá Framfaraflokknum, sem er hægrisinnaður og andsnúinn útlendingum, er fólk ekki sátt við þessa ákvörðun Scandic í Bergen en bendir á að einkafyrirtæki hafi frelsi til að gera það sem þau vilja þrátt fyrir að þetta sé prinsipp mál.

„Hvað þau gera fyrir starfsfólkið sitt er ekki eitthvað sem ég ætti að blanda mér í. En það er svolítið sem við sjáum sífellt, ég held að þetta sé framlag, byggt á misskilningi, til samþættingar. Ég held að þetta skapi fleiri andstæður. Mörgum finnst þetta vera aðlögun að annarri menningu og trú og fólk hefur ekkert umburðarlyndi gagnvart því. Þetta er byggt á prinsippi um að meirihlutinn eigi að aðlagast minnihlutanum.“

Sagði Jon Helgheim, talsmaður Framfaraflokksins í útlendingamálum. Hann er ósáttur við að ekki sé tekið meira tillit til starfsfólks sem finnst svínakjöt gott og vill borða það.

„Þarna liggja þessar trúarlegu línur og það er aðeins tekið tillit til hluta starfsfólksins. Hvað með þá sem elska svínakjöt? Skoðun þeirra er að engu höfð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Aðventuljósin vekja mikla athygli – „Allir með standpínu fyrir framan Jesú“

Aðventuljósin vekja mikla athygli – „Allir með standpínu fyrir framan Jesú“
Pressan
Í gær

Fauci talar gegn Trump – Segir bólusetningu taka marga mánuði

Fauci talar gegn Trump – Segir bólusetningu taka marga mánuði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtekin á ferðamannastað sem er Íslendingum kær – Sögð hafa reynt að skera kynfæri af fyrrverandi kærasta

Handtekin á ferðamannastað sem er Íslendingum kær – Sögð hafa reynt að skera kynfæri af fyrrverandi kærasta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það eru fleiri en Trump og Biden í framboði í bandarísku forsetakosningunum

Það eru fleiri en Trump og Biden í framboði í bandarísku forsetakosningunum