fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Hasar í breska þinginu – Corbyn sótti hart að May – Sjáðu myndböndin

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 12. desember 2018 14:04

Theresa May.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikill æsingur í breska þinginu þegar Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sótti hart að Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins. Hasarinn var svo mikill að John Bercow, forseti þingsins, þurfti að grípa fram í, reyndar ekki í fyrsta sinn, og biðja þingmenn að róa sig. Í dag fer fram atkvæðagreiðsla í þinginu um samning Breta við Evrópusambandið og vantrauststillaga þingmanna Íhaldsflokksins á May.

Mikil óánægja er innan raða þingmanna Íhaldsflokksins með hvernig May hefur haldið á spilunum varðandi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, en ljóst er að samningur hennar við ESB um útgönguna nýtur ekki meirihlutastuðnings á þingi. Framtíð May er því að veði í atkvæðagreiðslunni í dag, hún hét því í ræðu í morgun að hún ætlaði að berjast gegn vantrauststillögu samflokksmanna á þinginu með „öllu sem hún hefur“ og hefur hún fengið stuðning frá David Cameron, forvera sínum, til að koma því til skila til þingmanna sinna að ef hún færi frá yrði það aðeins vatn á myllu Corbyn.

Corbyn gagnrýndi hana svo harðlega í spurningatíma á þinginu í dag. Hann sagði að ekkert hefði breyst þrátt fyrir endalausa fundi með leiðtogum í Evrópu. May svaraði á móti að Corbyn hefði engan áhuga á að ná góðu samkomulagi, það eina sem hann vildi væri að skapa efnahagslegan glundroða. Corbyn sagði á móti að tími tafa og þvaðurs væri liðinn, hún þyrfti samningur May að fara í atkvæðagreiðslu á þinginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 4 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári