fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Bandarískur trúboði drepinn með örvum: Reyndi að nálgast mjög afskekktan ættbálk

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur trúboði, John Allen Chau, 27 ára, var skotinn til bana með örvum eftir að hann reyndi að nálgast afskekktan ættbálk á eyju í Indlandshafi.

Ættbálkurinn sem um ræðir er mjög afskekktur og býr á eyjunni North Sentinel í Andaman-eyjaklasanum. BBC greindi frá þessu í morgun.

Allen þessi er sagður hafa verið kristniboði og er hann sagður hafa freistað þess að boða kristna trú í samfélaginu sem hefur engin samskipti við umheiminn. Chau er sagður hafa fengið sjómenn til að fara með sig á eyjuna en þegar sjómennirnir sneru til baka komu þeir að honum látnum í flæðarmálinu. Létu íbúar örvum rigna yfir hann með fyrrgreindum afleiðingum.

Talið er að meðlimir ættbálksins séu um 150 talsins og nýtur hann verndar. Þannig er fólki ekki leyfilegt að stíga fæti á eyjuna og þá má fólk ekki eiga samskipti við meðlimi. Allt er þetta gert í þeim tilgangi að tryggja varðveislu ættbálksins og til að minnka líkurnar á að sjúkdómar geri út af við meðlimi hans. Þá hafa stjórnvöld í Indlandi lagt blátt bann við að myndir séu teknar af meðlimum. Þeir sem brjóta gegn þeim ákvæðum geta átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsi.

Ekki er heldur hægt að sækja meðlimi ættbálksins til saka og því verður ekki refsað fyrir morðið á trúboðanum.

Sjö sjómenn hafa verið handteknir fyrir að aðstoða Allen við að komast að eyjunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Pressan
Í gær

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Í gær

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson