fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

„Ég er ekki hissa að ég hafi verið kallaður lygari í 30 ár“

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 16. nóvember 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eduoard Fritch, forseti Frönsku Pólýnesíu, hefur viðurkennt að yfirvöld þar hafi logið blákalt að þegnum sínum um afleiðingar kjarnorkutilrauna við eyjaklasann í Suður-Kyrrahafi.

Franska Pólýnesía er á frönsku yfirráðasvæði og á árunum 1960 til 1996 stunduðu Frakkar miklar kjarnorkutilraunir. Alls voru sprengdar 193 sprengjur á svæði við eyjarnar.

„Ég er ekki hissa að ég hafi verið kallaður lygari í 30 ár. Við lugum að íbúum að þessar tilraunir væru öruggar og afleiðingarnir yrðu engar,“ sagði Fritch á fimmtudag. Yfirvöld í Frakklandi hafa ekki viljað tjá sig um málið.

Árið 2010 samþykktu frönsk stjórnvöld að greiða yfirvöldum í Frönsku Pólýnesíu fleiri milljónir evra í bætur vegna kjarnorkutilraunanna.

Bruna Barrillott, uppljóstrari sem varpaði ljósi á afleiðingar tilraunanna á sínum tíma, lést á síðasta ári en það var hann sem benti á aukna tíðni hvítblæðis og skjaldkirtilskrabbameins meðal íbúa.

Árið 2016 viðurkennti Francois Hollande Frakklandsforseti að kjarnorkutilraunirnar hefðu haft afleiðingar í för með sér fyrir íbúa á svæðinu en hrósaði jafnframt yfirvöldum í Frönsku Pólýnesíu. Sagði hann að yfirvöld þar hefðu lagt grunninn að sterkri stöðu Frakka sem eins af kjarnorkuveldunum níu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks