fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. maí 2024 15:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg sendi frá sér fyrir stundu yfirlýsingu þar sem hnýtt var í innslag Kastljóss um umdeilda samninga borgarinnar við olíufélögin um byggingarrétt til þeirra á borgarlóðum gegn fækkun bensínstöðva.

Í innslaginu, sem var í umsjón Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur – sem gustað hefur um undanfarið, var meðal annars fullyrt að „Olíufélögin fengu með samkomulaginu heimild til að byggja 700 íbúðir í þessum fyrsta áfanga samninganna.“ 

Í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar er það tiltekið sem „alvarleg staðreyndavilla“ og svo í löngu máli reiknað út að um sé að ræða á bilinu 387-464 íbúðir miðað við gefnar forsendur.

Vísir birti nú fyrir stundu viðtal við Baldvin Þór Bergsson, ritstjóra Kastljóss, þar sem hann vísar því alfarið á bug. Þar vísar hann í fréttatilkynningu á vef Reykjavíkurborgar í tilefni af undirskrift samninganna við olíufélögin, 25. júní 2021, en þar er einfaldlega  fullyrt að með þessari nýju samþykkt, sé í upphafi horft til 12 stöðva í íbúðarhverfum víðs vegar um borgina þar sem reisa má a.m.k. 500 íbúðir.

Neðar í greininni er svo minnst á að til vibótar við þessar lóðir á bensínustöðvunum sé samið  við Haga um fjölorkustöð á Esjumelum og uppbyggingu á lóð við Stekkjarbakka 4-6 þar sem mögulega verða til uppbyggingarmöguleikar fyrir um 200-300 íbúðir.

Sumsé 700 til 800 lóðir samkvæmt tilkynningu borgarinnar sjálfrar.

Hér má lesa viðtalið við Baldvin þar sem hann bendir á staðreyndavillurnar í tilkynningu Reykjavíkuborgar um staðreyndavillur Kastljóss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Í gær

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað