fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Þess vegna er gott að nota edik við að þvo föt

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir nota væntanlega þvottaefni þegar þeir þvo föt og margir nota einnig mýkingarefni. En það er kannski alveg óþarfi að nota mýkingarefni því það er hægt að nota edik í staðinn og það er miklu heilsusamlegra en að nota mýkingarefni.

Mýkingarefni gera fötin jú mjúk og slétt en þau eru ekki beinlínis holl. Í mörgum eru ýmis efnasambönd sem eru miður góð fyrir okkur og umhverfið. Eitt þeirra er ilmefni en það er hormónatruflandi efni sem getur verið skaðlegt fyrir börn og getur valdið ofnæmi eftir því sem segir á vef Expressen. Þar er bent á að það sé hægt að nota edik í staðinn fyrir mýkingarefnið, það mýki fötin jafnvel og sé auk þess alveg hættulaust auk þess sem það er gott fyrir þvottavélina því það heldur henni hreinni og ferskri.

Til að fá smá ilm í fötin er hægt að blanda smá lofnarblómaolíu saman við edikið.

Blaðið birtir uppskrift að náttúrulegu mýkingarefni sem allir eiga að geta búið til heima hjá sér.

9 dl af soðnu vatni

3 dl af 24% ediki

10 dropar af lofnarblómaolíu.

Blandaðu þessu saman í flösku. Hristu hana vel og þú ert komin(n) með ilmandi gott mýkingarefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt