fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Höfundur „Hvernig á að myrða eiginmann sinn“ ákærð fyrir að hafa myrt eiginmann sinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. september 2018 22:00

Nancy Crampton-Brophy. Mynd:Lögreglan í Oregon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nancy Crampton-Brophy, 68 ára, rithöfundur hefur verið handtekin grunuð um að hafa skotið eiginmann sinn til bana í Oregon Culinary Institute þar sem hann starfaði. Málið hefur vakið mikla athygli víða erlendis því Nancy birti 700 orða smásögu árið 2011 á vefsíðunni See Jane Publish en smásagan heitir „How To Murder Your Husband“ (Hvernig á að myrða eiginmann sinn).

Hún gaf einnig út skáldsöguna „The Wrong Husband“ 2015 sem fjallar um konu sem flýr frá ofbeldisfullum manni þegar þau verða skipreika í Miðjarðarhafinu.

Nancy var handtekin í síðustu viku og á yfir höfði sér ákæru fyrir ólöglega notkun á skotvopni sem hafi valdið dauða eiginmanns hennar, Daniel Brophy. Þau höfðu verið gift í 27 ár. Daniel var skotinn til bana þann 2. júní í sumar. Það voru nemendur hans sem fundu hann blóðugan í eldhúsinu. Hann lést á vettvangi á meðan bráðaliðar reyndu að bjarga lífi hans.

Í kjölfar morðsins birti Nancy færslu á Facebokk þar sem hún sagðist „vera að berjast við að átta sig á hlutunum“.

Í smásögunni frá 2011 lýsir hún ástæðum og mögulegum morðvopnum sem væri hægt að nota til að myrða eiginmann sinn í skáldsögu. Hún er sögð hafa stungið upp á byssum, hnífum, eitri og leigumorðingjum til að losna við maka.

„Mér finnst auðveldara að óska fólki dauða en að drepa það í raun og veru. Ég vil ekki þurfa að hafa áhyggjur af blóð- og heilaslettum á veggjum. Og auk þess er ég ekki góð í að muna lygar. En það sem ég veit um morð er að við höfum það öll í okkur að geta myrt ef okkur er ýtt nógu langt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks