fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Níundi hver jarðarbúi sveltur – Á sama tíma fjölgar of feitu fólki mikið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. september 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeim fer fjölgandi sem svelta í heiminum. Sameinuðu þjóðirnar áætla að 812 milljónir manna hafi soltið á síðasta ári. Það svarar til þess að níundi hver jarðarbúi hafi soltið. Þetta var þriðja árið í röð sem sveltandi fólki fjölgar. Á sama tíma fjölgar þeim mikið sem glíma við offitu.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum um fæðuöryggi og næringu á heimsvísu. Í fréttatilkynningu segir að viðvörunarbjöllur glymji vegna minna fæðuöryggis og mikils fjölda fólks sem sveltur og býr við vannæringu. Þetta sýni að langt sé í land að búið verði að útrýma hungri fyrir 2030.

Fram kemur að takast verði á við afleiðingar loftslagsbreytinga sem gera landbúnað erfiðari sem aftur hefur í för með sér að matvælaverð hækkar. Samhliða því eykst hungur meðal þeirra fátækustu.

Þversögnin í þessu öllu saman er að á sama tíma og sveltandi fólki fjölgar eykst fjöldi þeirra sem glíma við offitu. Verst er ástandið í Norður-Ameríku en það fer einnig versnandi í Asíu og Afríku. Aðalástæðan er að hollur og næringargóður matur er dýrari en óhollur matur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við kínverskri leyniaðgerð

Varar við kínverskri leyniaðgerð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs