fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Fellibylurinn Florence stefnir á Bandaríkin – Rúmlega ein milljón manna flutt frá heimilum sínum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. september 2018 04:33

Gervihnattamynd af fellibyl.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fellibylurinn Florence stefnir nú á austurströnd Bandaríkjanna og er búist við að hann skelli á Suður- og Norður-Karólínu auk Virginíu á föstudagsmorgun að íslenskum tíma. Florence er nú fjórða stigs fellibylur en fellibyljir eru flokkaðir í fimm styrkleikaflokka og er fjórða stig næst efsta stigið. Florence er enn að styrkjast og reikna veðurfræðingar með að hún verði fimmta stigs fellibylur innan skamms. Meðalvindhraði hefur mælst 220 km/klst.

Bandaríska fellibyljastofnunin, NHC, segir að Florence nái líklega 5 stigi styrkleika í dag og verði meðalvindhraðinn þá rúmlega 69 m/s. Slíkt ofsaveður getur haft mikla eyðileggingu í för með sér. NHC sagði í tilkynningu í gær að öruggt væri að Florence verði stór og mjög hættulegur fellibylur.

Henry McMaster, ríkisstjóri í Suður-Karólínu, hefur ákveðið að fyrirskipa brottflutning um einnar milljónar íbúa við strönd ríkisins. Roy Cooper, ríkisstjóri í Norður-Karólínu, hefur varað íbúa ríkisins við yfirvofandi óveðri en hefur ekki fyrirskipað rýmingar að sinni.

245.000 íbúar á lágt liggjandi svæðum í Virginíu fengu í gær fyrirmæli um að yfirgefa heimili sín vegna Florence. Þessi svæði eru mjög viðkvæm fyrir flóðum.

Bandaríski sjóherinn hefur ákveðið að senda um 30 herskip, sem liggja venjulega í höfn í Virginíu, á sjó til að forða þeim undan Florence.

American Airlines og Southwest Airlines hafa ákveðið að leyfa farþegum, sem eiga pantað far til og frá væntanlegum áhrifasvæðum fellibylsins frá miðvikudegi til sunnudags, að breyta pöntunum sínum án endurgjalds.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Í gær

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari